fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Pútín segir að rússnesk stjórnvöld viti deili á mönnunum sem eru sagðir hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 07:34

Ruslan Bosjirov og Alexander Petrov.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að rússnesk stjórnvöld viti hverjir mennirnir tveir, sem bresk stjórnvöld segja hafa eitrað fyrir Skripal-feðginunum í Salisbury í mars, eru. Þetta sagði hann á efnahagsráðstefnu í Vladivostok. Sky skýrir frá þessu.

„Þeir eru óbreyttir borgarar, að sjálfsögðu,“ sagði Pútín á ráðstefnunni að sögn Sky og bætti við að þeir væru ekki glæpamenn. Hann sagðist vonast til að mennirnir gefi sig fram til að segja sögu sína.

Bresk stjórnvöld segja að mennirnir séu liðsmenn GRU, sem er stærsta leyniþjónustustofnun Rússlands, og nafngreindi þá sem Ruslan Boshirov og Alexander Petrov. Bretar telja að þeir hafi unnið eftir fyrirmælum frá æðstu stöðum í rússneska stjórnkerfinu.

Eitrað var fyrir Skripal-feðginunum með Novichock taugaeitrinu sem er bráðdrepandi. Þau lifðu árásina hinsvegar af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða