fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Dæmdir í fjórfalt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða fjögur börn – Kveiktu í heimili þeirra

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. maí 2018 22:30

Systkinin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Zak Bolland, 23 ára, og David Worrall, 25 ára, hafa verið dæmdir í fjórfalt lífstíðarfangelsi af dómstól í Manchester á Englandi. Þeir voru sakfelldir fyrir að hafa kveikt í heimili Pearson-fjölskyldunnar í Walkden í Manchester í desember. Fjögur ung börn létust í eldsvoðanum. Samverkakona þeirra félaga, Courtney Brierley, 20 ára, var dæmd í 21 árs fangelsi fyrir hlutdeild í ódæðinu.

Samkvæmt dómsorði á Bolland fyrst möguleika á reynslulausn eftir 40 ár. Worrall á möguleika á reynslulausn eftir 37 ár.

Félagarnir notuðu bensínsprengju til að kveikja í heimili Pearson-fjölskyldunnar en Bolland taldi sig eiga eitthvað sökótt við elsta soninn á heimilinu, Kyle 17 ára, en þeir höfðu átt í deilum.

Demi 15 ára, Brandon 8 ára og Lacie 7 ára létust í eldsvoðanum þann 11. desember síðastliðinn. Systir þeirra, Lia 3 ára, lést á sjúkrahúsi tveimur dögum síðar af völdum áverka sem hún hlaut í eldsvoðanum. Móðir barnanna, Michelle Pearson, hefur verið á sjúkrahúsi síðan þetta gerðist en hún var í dái mánuðum saman.

Slökkviliðsmenn fundu Brandan liggjandi á grúfu í svefnherbergi hans og virtist sem hann hefði verið að reyna að skríða út. Rétt fyrir aftan hann var Lacie sem virðist hafa reynt að elta bróður sinn. Demi fannst í koju og virðist hafa verið að teygja sig upp í opinn glugga. Lia fannst í baðkarinu en móðir hennar hafði komið henni fyrir þar.

Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sáust Bolland og Worrall þegar þeir komu að húsinu um klukkan 5 að nóttu. Þeir köstuðu tveimur bensínsprengjum inn um eldhúsgluggann og flúðu síðan af vettvangi.

Lögreglan hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki tekið Michelle Pearson alvarlega þegar hún hringdi í neyðarlínuna kvöldið áður eftir að henni höfðu borist margar hótanir frá Bolland en þau þekktust síðan í grunnskóla. Bolland hafði áður hlotið tvo dóma fyrir líkamsárásir en þrátt fyrir það ræddu lögreglumenn ekki við hann.

Óháð rannsóknarnefnd um störf lögreglunnar rannsakar nú viðbrögð lögreglunnar í Manchester við tilkynningu Michelle.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar