fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Viltur lax, silungur og áll

Kynning
Ólafur Sveinn Guðmundsson
Mánudaginn 10. desember 2018 00:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskur á þurru landi?

 

Það þarf góðan skammt af bjartsýni til að opna fiskbúð langt inni í landi og það er forvitnilegt að heyra í dugnaðarforkum sem framkvæma slíkt. Eitthvað sem ekki öðrum dytti í hug. Ég sló því á þráðinn til Torfa Sigurðson í fiskbúðinni Fiskás á Hellu og spurði frétta úr sveitinni.

„Jú,“ það er rétt sagði hann og hló. „Við fórum á stað fyrir níu árum og það hefur eiginlega gengið vel frá fyrsta degi, kannski vorum við einfaldlega á réttum tíma ef hann er þá til,“ segir hann glaður í bragði“.

Þá var öldin önnur …
„Það var búið að spá okkur fáum og stuttum lífdögum og að bændur og búalið ætu nú ekki mikinn fisk svona yfir höfuð. En raunin hefur verið önnur og tímar hafa breyst enda langt síðan Gaukur bjó á Stöng.“

„Við erum alltaf með spriklandi ferskan fisk af markaði í borðinu hjá okkur, þetta er orðið mikið minna mál núna en áður þegar við fisksalar voru að skælast þetta hingað og þangað til að ná í fisk. Nú fer þetta allt í gegnum Fiskmarkaðinn og keyrt í hlað daglega.“

Villtur lax, silungur og áll
„Við eru hörkudugleg við að fullvinna hráefni og ég fullyrði að við hér gerum við Suðurlands bestu fiskibollur og eru eiginlega gerðar úr hreinum úrvalsfiski. Við höfum varla undan að framleiða. Einnig söltum við og reykjum mikið, þetta er allt vörur sem eru sérlega eftirsóttar.

Ég gæti giskað á að við séum stærst í að reykja villtan lax, ásamt silungi, en við fáum mikið af fiski úr Rangánum og öðrum ám hér í kring. Þessi vara er feiknarlega vinsæl og sérlega hjá útlendingunum sem eru hérna mikið að veiða.

Við heitreykjum töluvert og ekki ósjaldan höfum við reyktan ál og makríl á boðstólum en Íslendingar eru að læra að borða makrílinn smám saman, enda sælgæti. Ekki má gleyma því heldur að við sendum og sækjum til viðskipavina okkar á höfuðborgarsvæðinu“.

Lifa á ferðamönnum
„Við reynum að þjónusta alla vel og erum alltaf boðnir og búnir til að leggja okkur fram að fullu því hér eru allt frá glæsilegum hótelum og veitingastöðum til minni barnaheimila sem allir eru okkur jafn mikilvægir.“

Enn nú var tíminn farinn að rjúka frá okkur enda nóg að gera í Fiskás á Hellu. Ég er staðráðin að renna við og fá mér reyktan villtan lax eða ál næst þegar ég á leið um.

Sjá nánar á http:https://www.facebook.com/Fisk%C3%A1s-ehf-135520996510793/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn