fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Matur

Eldum rétt bætir þjónustuna enn frekar við landsmenn

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. apríl 2023 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsmenn geta nú nálgast rétti frá Eldum rétt í verslunum Hagkaups. Hverju sinni verða alls níu réttir í boði og reglulega verður réttum skipt út og nýir koma inn í staðinn. Það er gert til að hafa úrvalið sem fjölbreyttast og koma þannig til móts við sem flesta neytendur, en þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að kaupa stakan rétt og því mögulegt að borða vandað hráefni Eldum rétt einu sinni til sjö sinnum í viku. 

„Nú eða oftar“, segir Hrafnhildur Hermannsdóttir markaðsstjóri Eldum rétt, kímin og heldur áfram. „Það er lítið mál að útbúa hverja máltíð því í kassanum er allt sem þarf fyrir ljúffengan og hollan rétt handa tveimur. Hráefnin eru í réttum hlutföllum og því ætti enginn að vera svangur eftir að borða og engin matarsóun að verða heldur. Allir því sáttir – bæði umhverfi og menn en þannig höfum við alltaf haft það og ætlum alltaf að hafa það,“ segir hún.

Margir vinsælustu réttir fyrirtækisins í gegnum tíðina verða í boði og má þar til dæmis nefna Kjúklingabringur í brúnni sósu með ofnbökuðu smælki og fersku salati og Alfredo kjúklinga tagliatelleréttinn, með ristuðum panko, parmesan og salati. „Svo verða auðvitað líka ljúffengir fiskréttir þannig að flestir eiga að geta fundið eitthvað sem hentar sínum bragðlaukum og þörfum,“ segir Hrafnhildur.

Hrafnhildur sem er einn fyrrum eigenda Eldum rétt segir miklar breytingar hafa átt sér stað eftir að Hagar keyptu fyrirtækið á síðasta ári. „Ég viðurkenni fúslega að það er sérstök tilfinning að horfa á eftir „barninu sínu“ í fang annarra, en í leiðinni alveg ótrúlega skemmtilegt að sjá það blómstra áfram og fá að taka þátt í því spennandi ferli. Eldum rétt er rétt að byrja og koma þessarar nýjungar í Hagkaup sýnir það meðal annars og sannar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun