fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Matur

Mexíkó kjúklingasúpa

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. september 2023 15:30

Mynd: Heimkaup

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa klassísku súpu þekkja nú flestir, en þegar veðrið lætur svona kviknar strax löngun í góða súpu.

Hráefni

Súpan

  • 4 msk Ólífuolía
  • 700 g Kjúklingabringur
  • 3 Paprikur
  • 1 blaðlaukur
  • 2 msk Karrý
  • 3 hvítlauksrif
  • 2 flöskur chilísósa
  • 400 g Philadelphia rjómaostur
  • 500 ml Matreiðslurjómi
  • 1 msk Kjúklingakraftur
  • 1 pakki Taco mix
  • 1 msk Cayenne pipar
  • 0.5 tsk Salt
  • 0.5 tsk Pipar
  • 1 l Vatn

Meðlæti

  • 1 pakki Nachosflögur
  • 180 ml Sýrður rjómi
  • Rifinn ostur

Leiðbeiningar

  1. Skerið kjúkingabringurnar í bita og steikið á pönnu með salti og pipar. Setjið til hliðar á disk.
  2. Skerið grænmetið smátt.
  3. Hitið olíu í stórum potti ásamt karrý. Bætið grænmetinu út í pottinn og mýkið.
  4. Látið chilísósuna, rjómaostinn, rjóma, taco mix og kjúklingakraft út í pottinn og 1 dl af vatni ef þarf. Látið malla í 15 mínútur.
  5. Setjið kjúklinginn saman við og bætið við meira vatni ef þörf er á. Smakkið til með kryddi.

Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, sniðugt ekki satt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun