fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Ný salatlína á Local með suðrænu ívafi í boði meistarakokksins

Sjöfn Þórðardóttir
Þriðjudaginn 21. júní 2022 09:17

Davíð Örn Hákonarson, matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, hefur hannað nýja og spennandi salatlínu fyrir veitingastaðinn Local. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Örn Hákonarson, matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur, hefur hannað nýja og spennandi salatlínu fyrir veitingastaðinn Local sem ber heitið Local X Davíð Örn.

Fram kemur á vef Fréttablaðsins að samstarfið hafi verið tilkynnt við góðar undirtektir á öllum stöðum Local fyrir helgi. Salötin eru þrjú talsins og heita The Greek, The Italian og The Maroccan. Þetta er viðbót við breiða línu af salötum sem Local hefur upp á að bjóða.

,,Ég kem inn sem gestakokkur í þetta skemmtilega verkefni. Ég hannaði salötin út frá salatbarnum hjá Local og bæti svo við hráefnum sem ég sérvel sérstaklega. Þetta eru hráefni sem mér þykja gómsæt og henta hverju salati einstaklega vel,“ segir Davíð Örn.

,,Nýju salötin heita The Greek, The Italian og The Maroccan og hugmyndirnar koma frá stöðum sem ég hef verið svo lánsamur að fá að heimsækja og kynnast matreiðslunni. Þetta eru sumarleg salöt, hráefnin eru grilluð og með heitum kryddum og ferskum hraéfnum sem eru notuð við Miðjarðarhafið,“ segir hann.

Davíð Örn verður með sjónvarpsþætti á Sjónvarpi Símans í haust. ,,Við höfum unnið að þessu verkefni í rúmt ár og munu þættirnir verða frumsýndir í haust. Mér finnst einstaklega gefandi að fá að miðla þekkingu minni á matreiðslu í gegnum sjónvarpsskjáinn og ég hlakka til að kynna áhorfendum fyrir framandi matarmenningu annarra landa. Mér finnst dásamlegt að sýna frá einhverju sem ég er að kynnast, upplifa og uppgötva,“ segir hann fullur tilhlökkunar.

,,Við erum ákaflega ánægð að fá Davíð Örn í lið með okkur og búa til þessi spennandi salöt. Það er gaman að brydda upp á svona nýjungum og við erum viss um að viðskiptavinir okkar eiga eftir að taka þessum salötum vel,“ segir Halldór E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Local.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa