fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Matur

Hvers vegna heitir sjónvarpskaka sjónvarpskaka?

Heimir Hannesson
Laugardaginn 28. ágúst 2021 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskaka hefur glætt hjörtu, bragðlauka og maga Íslendinga í áratugi og hefur spurningin þá vafalaust oft brunnið á maulurum kókoskökunnar: Af hverju heitir hún sjónvarpskaka?

Eins og við svo mörgu öðru, geymir Internetið svar við þessu. Á vef Vísindavefsins segir Guðrún Kvaran að uppruni nafns kökunnar megi rekja til upphafs sjónvarpsútsendinga hér á landi í lok september árið 1966. Sjónvarpið sendi þá út tvisvar í viku.

Í lok október það sama ár, þegar mánaðarafmæli sjónvarpsútsendinga á Íslandi nálgaðist, birtist grein í Alþýðublaðinu í þættinum „Kökur og brauð,“ þar sem segir:

Og af því að nú sitja allir og horfa á sjónvarpið að minnsta kosti tvisvar í viku, er ekki úr vegi að koma hér með uppskrift að sjónvarpsköku, sem er gott að narta í, meðan horft er á sjónvarpið.

mynd/timarit.is

Samkvæmt svari Guðrúnar á Vísindavefnum er þessi umrædda grein elsta dæmið sem hún hefur fundið um orðuð sjónvarpskaka.

Þess má þá geta að þó uppruni orðsins sé frá örófi sjónvarpsaldarinnar kann framþróun og ævintýragirni mannkyns sér engin takmörk og hefur sjónvarpskakan þróast í ýmsar áttir síðan sjónvarpið var sent út tvisvar í viku. Þannig benti Fréttanetið til dæmis nýverið á uppskrift af sjónvarpskökusnúðum, sem allir sannir aðdáendur sjónvarpskökunnar hljóta að vilja prófa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum