fbpx
Mánudagur 21.júní 2021
Matur

Uppljóstrar leyndarmál um Bic Mac borgarana – „Ég verð rekin fyrir þetta“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 22. maí 2021 22:30

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chloe Trent hefur vakið mikla athygli fyrir myndband sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok en í myndbandinu uppljóstrar hún leyndarmál um Bic Mac borgarana á McDonald’s.

„Ég verð rekin fyrir þetta,“ skrifar Chloe með myndbandinu en í því sýnir hún hvernig laukurinn sem notaður er á hamborgarana er undirbúinn. Ólíkt því sem margir gætu haldið þá er laukurinn ekki skorinn niður á staðnum heldur er notast við þurrkaðan lauk sem er síðan settur í vatn.

Í myndbandinu sýnir Chloe hvernig hún hellir þurrkaða lauknum í vatnið og hrærir þar til laukurinn verður tilbúinn til notkunar á hamborgarana. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli en um 1,6 milljón manns horfðu á það á fyrstu 24 klukkutímunum.

Talsmaður McDonald’s ræddi um þetta við News.com.au og sagði að laukurinn væri notaður á Bic Mac hamborgarana, ostborgarana og hamborgarana. Þá segir talsmaðurinn að þetta sé gert til að tryggja að bragðið sé „frábært og eins og viðskiptavinurinn þekkir“.

„Allar aðrar vörur sem eru með lauk, þar með talinn Quarter Pounder borgarinn, notast við ferskan lauk úr nágrenninu,“ bætti talsmaðurinn svo við. „Árið 2019 keypti McDonald’s í Ástralíu 1,7 milljón kíló af lauk til að styðja við Ástralskan landbúnað.“

@_chloe_trent_i’m gonna get fired for dis one 😏💅 #fyp #SpotlightAPI♬ cooking time – cooking

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ingó opinberar ástina

Nýlegt

Matur
21.04.2021

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu

Listaspíruleyndarmál – 5 uppáhalds veitinga- og kaffistaðir Sögu
Matur
20.04.2021

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas
Matur
10.04.2021

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu

Una í eldhúsinu – Kjúklingaréttur með himneskri sósu
Matur
10.04.2021

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Kristinn er maðurinn á bak við Soð – Þetta borðar hann á venjulegum degi
Matur
20.03.2021

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir

Máltíð í krukku – Einfaldar, gómsætar og hollar uppskriftir
Matur
20.03.2021

Þetta borðar Kristín Björgvins á venjulegum degi

Þetta borðar Kristín Björgvins á venjulegum degi