fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Matur

Snædís í kokkalandsliðinu mælir með þessari helgarsteik

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 11. apríl 2021 12:30

Snædís Jónsdóttir matreiðslumaður og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu Mynd: Una

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snædís Jónsdóttir matreiðslumaður mælir með að fólk prófi sig áfram og skoði nýjar uppskriftir um helgina. Hér er komin spennandi útfærsla á lambabóg sem sómir sér vel á helgarborðinu. Maísinn er algert dúndur og því má vel gera tvöfalt magn af honum.

 

Marokkósk lambaveisla 

Fyrir 4  – eldunartími: 2 ½ klst.

1 lambabógur
3 msk. ras el hanout krydd
½ tsk. harissa krydd
1 tsk. lamb Islandia krydd
2 hvítlauksgeirar rifnir
2 tsk. salt
2 msk. olía

Hitið ofninn í 210°C, blandið hvítlauk, olíu og kryddi í skál.
Nuddið kryddblöndunni vel á lambabóginn. Setjið bóginn í eldfast mót og brúnið kjötið í 10-15 mínútur, lækkið hitann í 80°C og eldið í 2 klst.

Chimichurri-sósa

1 búnt kóríander
1 búnt steinselja
2-3 hvítlauksgeirar
½ jalapeno
150 g olía
1 tsk. hunang
1 msk. edik
Salt

Allt maukað saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota og smakkað til með salti.

Einnig hægt að saxa allt fínt og blanda saman í skál.

Grillaður maís með graslauks- og hvítlauksmajónesi

2 heilir, forsoðnir maísstönglar
2 dl japanskt majónes
½ búnt graslaukur heill
½ búnt graslaukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri
50 g sólblómafræ
Bráðið smjör
Salt

Hitið ofninn í 160°C. Setjið sólblómafræ á bakka og ristið í ofninum í 5 mínútur.
Penslið smjörinu á og saltið maísinn.
Eldið maísinn á grilli, grillpönnu eða í ofni, á öllum hliðum.
Setjið japanskt majónes, graslauk og hvítlauk í matvinnsluvél eða notið töfrasprota og blandið vel, smakkið til með salti.

Penslið maísinn aftur með smjöri. Setjið ögn af majónesi, sólblómafræ og saxaðan graslauk yfir.

Mynd: Aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“

5 uppáhalds uppskriftir Berglindar – „Vandræðalega góðar“
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi

Þetta borðar Anna Björk á venjulegum degi
Matur
03.04.2021

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni

Mergjaðar morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni
Matur
02.04.2021

Páska Brownie fyrir sælkera

Páska Brownie fyrir sælkera
Matur
27.03.2021

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi

Þetta borðar Stjörnu-Sævar á venjulegum degi
Matur
21.03.2021

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins

Fylltar paprikur að hætti Kristínar Björgvins
Matur
15.03.2021

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður

Fljótlegur og hollur tælenskur réttur – Fullkominn mánudagskvöldverður
Matur
14.03.2021

Þetta borðar Siggi Gunnars á venjulegum degi

Þetta borðar Siggi Gunnars á venjulegum degi