fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Matur

Sóley spáir drykkjatrendum sumarsins – No&Low mjög vinsælt, hollari leið til að fá sér í glas

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 21:30

Sóley Kristjánsdóttir kann að velja drykki. Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður og vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni er með puttann á púlsinum hvort sem um er að ræða tísku, tónlist eða á barnum.

Aðspurð um hvort það séu engir nýir kokteilar og drykkjartrend að dúkka upp á eyjunni svarar hún. „Það er stutt í sumarið og þá verður Pimms vinsælt.“

Pimms er breskur drykkur sem að hefðarfólkið elskar og er yfirleitt á boðstólum á Wimbledon tennismótinu og er ákaflega vinsæll í suður Englandi. Drykkurinn er gin með ávaxtablöndu sem er gjarnan blandað saman við freyðivín og sódavatn eða límonaði og borin fram í könnu ef fólk vill ekki þurfa að blanda of oft.

„Pimms hefur ekki fengist hérlendis í mörg ár en er nú aftur fáanlegur,“ segir Sóley sem spáir drykknum vinsældum í görðum landsins í sumar.

 

Pimms er gjarnan blandað með gúrku, jarðaberjum, ferskri mintu og límonaði.

Er Apperol Spritz vinsælasti kokteill síðustu ára ekkert að fara í frí?

„Nei hann fellur undir „No and low“ sem er hugtak sem er sífellt að verða vinsælla. Það vísar í áfengi sem inniheldur lága alkahólprósentu eða enga. Apperol inniheldur 11% áfengi og er oft blandað saman við freyðivín og eða sódavatn svo þú getur haft prósentuna mjög lága.“

Sífellt fleiri fyrirtæki eru að bæta við áfengislausum útgáfum af sínu vinsælasta víni og kynna kokteila sem innihalda ekkert eða lítið alkóhól.

„Belsazar Rosé í tónik er að ná miklum vinsældum erlendis. Ég held að það muni einnig verða vinsælt í sumar. Það er 17% og er gjarnan blandað við tónik.“

Tekíla og glamúr í New York 

En tequila? Í vinsælum þáttum er gjarnan drukkið viskí og tequila á víxl. Viskí af eldra fólkinu og tequila af unga lekkera liðinu í New York. Má sem dæmi nefna pæjurnar í The Bold Type sem hamra í sig tequila á milli þess sem þær bjarga heiminum, klæða sig óaðfinnanlega og starfa hjá glanstímariti.

„Núna eru barir ekki almennilegir nema vera með gott tequila úrval og vískíúrval fyrir þá eldri. Tequila og mezcal er heitast. Tequila kokteilar eru að að ná nýjum hæðum í vinsældum. Þar er Paloma kokteilinn á toppnum,“ segir Sóley brosandi með tilhlökkun fyrir komandi kokteilum og sumri. Skál!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Frá Roma til Besiktas
Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum