fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Matur

Einn vinsælasti veitingastaður borgarinnar opnar kaffihús

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 19:30

Ómar starfaði áður í ferðabransanum en tekur nú brosandi á móti fólki á Kaffi Gauk. Mynd: Íris Ann

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kaffi Gaukur er nýtt kaffihús runnið undan rifjum veitingastaðarins vinsæla Coocoo’s Nest. Kaffi Gaukur er staðsett í Veröld Húsi Vigdísar við Háskóla Íslands.

Coocoo‘s Nest er í eigu hjónana Lucas Keller og Írisar Ann Sigurðardóttur er það eru foreldrar Írisar sem opnuðu Kaffi Gauk. „Móttökur hafa verið ótrúlega góðar á skömmum tíma. Stuðningur fastakúnna okkar er ómetanlegur og margir greinilega ánægðir að geta sótt The Coocoo´s Nest veitingar á nýjum stað, þó hann sé ekki langt frá. Á mánudögum er lokað á The Coocoo´s Nest en nú er hægt að heimsækja Kaffi Gauk sem er opin alla virka daga frá 8 til 16,“ segir Íris Ann.

Sigurður Ómar Sigurðsson, pabbi Írisar, hefur starfað í ferðabransanum um árabil en tekur nú brosandi á móti gestum á Kaffi Gauk. Hann er tölvunarfræðingur að mennt og hefur alla tíð verið óhræddur við að söðla um og starfaði við ferðaþjónustu í 15 ár og skipulagði ýmsar uppákomur, með veitingum og veislum í óbyggðum fyrir einkahópa. Ómar er sjálfur mikill matgæðingur og segist njóta þess að vinna hefðbundnari vinnutíma í dag og hafa meiri tíma með fjölskyldunni og barnabörnunum.

Á Kaffi Gauk verða súpur, súrdeigsbrauð og aðrar kræsingar í boði, en Coocoo’s Nest er þekkt fyrir fyrsta flokks súrdeigsbrauð. Hollusta og gæði verða í hávegum höfð en Coocoo’s Nest hefur fagnað góðu gengi undanfarið, en staðurinn er sérstaklega vinsæll á meðal fólks í menningarlífinu. Ekki er óalgengt að sjá margar skærsustu stjörnur landsins á staðnum hvort sem um er að ræða unga poppara, rappara eða eldri menningarelítu landsins. Það er því ekki að undra að Kaffi Gaukur fari vel af stað.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af kræsingunum sem verða í boði á Kaffi Gauk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum