fbpx
Föstudagur 20.maí 2022
Matur

Þetta borðar Helga Vala á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 19. september 2020 14:00

Helga Vala Helgadóttir. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir hefur setið á Alþingi fyrir Samfylkinguna síðan árið 2017. Hún er dóttir hinna ástsælu leikara Helgu Bachman og Helga Skúlasonar. Helga Vala fetaði í fótspor foreldra sinna og er lærð leikkona. Hún er einnig lögfræðingur að mennt og fékk lögmannsréttindi árið 2011. Við fengum að vita hvernig venjulegur dagur er í lífi hennar.

„Ég er morgunhæna og mæti því fyrir allar aldir í ræktina mína, sem ég er blessunarlega komin aftur af stað í. Ég kem svo heim í sturtu og morgunmat og hitti fjölskylduna mína fyrir vinnudaginn á Alþingi, sem er oft og tíðum ansi fjölbreytilegur og mislangur,“ segir hún.

Algjör nammigrís

Helga Vala segist fylgja býsna hollu mataræði en hennar veikleiki er sætindi. „Ég vildi að ég gæti svarað að ég fylgdi í hvívetna hollu og sykurlausu mataræði en þá væri ég að ljúga. Ég er algjör nammigrís og bara verð að taka mig taki oft í viku til að sleppa því að úða í mig alls konar sykurgúmmelaði,“ segir hún.

„Mataræði mitt er hins vegar býsna hollt. Ég borða töluvert af grænmeti, ávöxtum, korni og fiski, en minna af kjöti í seinni tíð. Léttir grænmetisréttir eru í uppáhaldi en einnig salat og ítalskir réttir hvers konar.“

Helga Vala nýtur sín í eldhúsinu og hefur yndi af að standa lengi í eldhúsinu og elda alls konar litríkan mat. „Ítalskan, indverskan, marokkóskan eða bara hvað sem er og þá skiptir útlitið máli. Matur verður að vera lokkandi fyrir augað auk þess að vera bragðgóður og mér skilst að ég sé bara fínasti kokkur. Að minnsta kosti fer það orð af mér hjá stórfjölskyldunni sem fær stundum að njóta afurðanna. Eldhúsverkin verða þannig mitt jóga, nokkurs konar hugleiðsla þar sem ekkert truflar nema suðan í pottunum og uppskriftin sem þarf að fylgja hóflega mikið,“ segir Helga Vala.

Hóflega mikil ást

„Uppáhalds máltíðin er máltíð með fjölskyldunni og vinum, þar sem setið er lengi og spjallað um allt milli himins og jarðar. Alls konar brögð, alls konar litir og alls konar fólk. Matartíminn er samverustund sem best er að sé passlega lífleg og lekker. Líka þegar fram er borin soðin ýsa og kartöflur með smjöri. Matseldin þarf alls ekki að vera einhver flækja heldur bara hóflega mikil ást,“ segir Helga Vala.

Matseðill Helgu Völu

Morgunmatur:

Skyr með nýja granólanu hennar Tobbu, sem reyndar er hættulega gott. Kaffi.

Millimál nr.1:

Ávextir, hrökkbrauð eða soðið egg á nefndasviði þingsins – og kaffi – en oftast ekkert.

Hádegismatur:

Fjölbreytt, stundum skyr, stundum einhver matur, stundum brauðsneið – já og kaffi.

Millimál nr. 2:

Á góðum degi ávextir, of oft bara eitthvað drasl. Já og svo enn þá meira og meira kaffi.

Kvöldmatur:

Egg, grænmeti, fiskur, pasta, salat, súpa, bara alls konar, yfirleitt ekkert kaffi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre

Nýkrýndur Kokkur ársins er Rúnar Pierre
Matur
Fyrir 2 vikum

Hver verður kokkur ársins 2022?

Hver verður kokkur ársins 2022?
Matur
Fyrir 3 vikum

Djúsí kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir af betri gerðinni

Djúsí kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir af betri gerðinni
Matur
Fyrir 4 vikum

Heiðarlegur sælkera helgarmatseðill í boði Ebbu Guðnýjar

Heiðarlegur sælkera helgarmatseðill í boði Ebbu Guðnýjar
Matur
09.04.2022

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið

Íslenskar lambalundir eru algjört sælgæti og fullkomnar á grillið
FréttirHelgarmatseðillMatur
08.04.2022

Dýrðlegur helgarmatseðill í boði Sollu og Hildar

Dýrðlegur helgarmatseðill í boði Sollu og Hildar
Matur
01.04.2022

Girnilegur helgarmatseðill í boði þáttarins Matur og Heimili – nú er líka grillað

Girnilegur helgarmatseðill í boði þáttarins Matur og Heimili – nú er líka grillað
Matur
31.03.2022

Djúsi kjúklingaréttur í rjómaosta- og sveppasósu sem þú átt eftir að elska

Djúsi kjúklingaréttur í rjómaosta- og sveppasósu sem þú átt eftir að elska