fbpx
Mánudagur 06.júlí 2020
Matur

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. júní 2020 14:00

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín, viðskiptaog hagfræðingur, gefur kost á sér í embætti forseta Íslands í kosningunum 27. júní. Hvað ætli maðurinn sem vill „berjast gegn spillingu“ borði ?

Guðmundur Franklín Jónsson lýsir venjulegum degi í lífi sínu: „Ég vakna alltaf á milli 02.30 og 03.30, sofna aftur í sirka tvo tíma og er kominn á lappir á milli 05.00 og 06.00. Tíminn snemma á morgnana nýtist mér best og hugurinn er skýr. Venjulega tek ég langan göngutúr á morgnana, eða fer í sund eða stunda líkamsrækt. Það fer eftir því hvar ég er staddur.“

Eftir góða byrjun á deginum sest Guðmundur Franklín við tölvu.

„Tíminn fer mikið í að svara skilaboðum. En ég svara öllum skilaboðum strax og þoli ekki að sjá ósvöruð skilaboð í innhólfinu, hvort sem það er tölvupóstur, messenger, SMS, Facebook og svo framvegis. Ég er svo heppinn að hafa gott fólk með mér og í kringum mig. Stundum hreinlega finnst mér mér ofaukið og tek eins lítið pláss og hægt er,“ segir hann. „Ég horfi ekki á sjónvarp sjónvarps vegna og er sofnaður klukkan átta, með iPadinn. Er þó alltaf í sambandi allan sólarhringinn, sem er dæmigert líf hótelstjóra.“

Alæta á mat

Guðmundur Franklín segist ekki fylgja sérstöku mataræði.

„Ég er alæta á mat, fréttir, upplýsingar og nýjar hugmyndir. Ég borða mest hollan mat og sem minnst unninn en lífrænan ef hægt er. Ég borða mikið af ávöxtum og grænmeti. Ég elska öll ber og nota ber sem snakk,“ segir hann.

„Ég borða oftast á hlaupum. En get þó sest niður og slakað á yfir góðum mat á góðri stund með góðu fólki, en félagsskapurinn verður að vera réttur. Ég er eins og ljónin, borða þegar ég er svangur.“

Elskar eldhús

Guðmundur Franklín segist vera mikið í eldhúsinu. „Ég elska öll eldhús og þar líður mér best, ég er hræðilegur þegar ég kem í heimsókn, því ég fer beint inn í eldhús og þarf að halda aftur af mér til að kíkja ekki í ísskápinn,“ segir hann.

„Í hótelrekstri verða menn að geta eldað og hafa vit á mat. Ég get búið til dýrindismáltíð þegar ég set hjarta og ást í matargerðina.“

Uppáhaldsmáltíð Guðmundar Franklíns er osso bucco, lambaskanki eða saltfiskur. „Þetta er hægt að kokka á hundrað vegu,“ segir hann.

Matseðill Guðmundar Franklíns

Morgunmatur:

Kaffi, kaffi, kaffi… og eitthvað sætt.

Hádegismatur:

Á hlaupum, oftast samloka.

Kvöldmatur:

Það sem er á boðstólum. Ég er alæta og elska allan mat og alltaf tilbúinn til að prófa eitthvað nýtt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.
Matur
Fyrir 1 viku

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði
Matur
Fyrir 3 vikum

Eva Laufey býður í samlokupartý – Frítt fyrir alla

Eva Laufey býður í samlokupartý – Frítt fyrir alla
Matur
Fyrir 3 vikum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
01.06.2020

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara
Matur
31.05.2020

Þetta borðar Jóhannes Haukur á venjulegum degi

Þetta borðar Jóhannes Haukur á venjulegum degi
Matur
25.05.2020

Þú hefur verið að loka snakkpokum vitlaust – Svona áttu að gera það

Þú hefur verið að loka snakkpokum vitlaust – Svona áttu að gera það
Matur
24.05.2020

Graskerskaka Bergrúnar Írisar sem bráðnar í munni

Graskerskaka Bergrúnar Írisar sem bráðnar í munni