fbpx
Mánudagur 21.september 2020
Matur

Þú getur búið til nánast hvaða smákökutegund sem er úr þessu deigi

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV deilir hér með lesendum sínum grunnuppskrift af smákökudeigi þar sem hægt er að bæta næstum hverju sem er útí. Deigið gefur þér dásamlega ljúffengar, mjúkar og tyggjanlegar smákökur með mjúkri karamellulegri miðju og stökkum endum.

Grunndeig

Blaut efni í sér skál:

226 gr bráðið smjör (við stofuhita)

170 gr sykur

280 gr púðursykur

2 stór egg

2 tsk vanilludropar

Blanda

 

Þurrefni í sér skál:

355 gr hveiti

1 tsk salt

1 tsk matarsódi

Blanda

 

Næst seturðu þurrefnin út í blautefnin og hrærir. Þá er orðið til fullkomið grunndeig fyrir hvers konar smákökur sem hugur þinn girnist.

Gemma Stafford sem heldur úti youtube síðunni Bigger Bolder Baking, deilir hér með okkur hvernig á að búa til grunndeig fyrir næstum því hvaða smáköku sem er.

Skiptu deiginu niður í 10-12 hluta. 

Gemma mælir með því að kæla fyrst deigið í ísskápnum og leyfa því að stirðna áður en því er skipt niður í hluta. Hægt er að geyma deigið í ísskápnum í allt að 7 daga. Einnig má frysta það og geyma enn lengur.

Stærðin á smákökunum á að vera um ¼ bolli eða um 70-85 grömm sem jafngildir um 10-12 smákökum.

Þegar þú ert búin að skipta niður deiginu í 10-12 deighluta þá er komið að því að gera smáköku drauma þinna.

Súkkulaði og sykurpúðar.

Í myndbandinu er Gemma með smákökubar þar sem hún hefur safnað saman innihaldsefnum til þess að bæta út í hvern deighluta fyrir sig. Hún er með súkkulaðidropa, rjómakaramellu, sjávarsalt, hnetusmjör, hnetur, sykurpúða, haframjöl og ýmislegt fleira. Þá velur hún saman ýmist góðgæti og setur á hvern deighluta fyrir sig og blandar vel.

Þegar þú hefur sett saman draumasmákökuna þína er komið að því að baka. Hafðu í huga að deigið breiðir úr sér svo ekki setja of margar á hverja ofnplötu.

Jarðhnetur og hnetusmjör.

Kökurnar eru bakaðar við 185°C í m 10-12 mínútur.

Karamella og sjávarsalt.

Hvað dettur þér í hug að segja í þína smáköku?

Tvöfalt súkkulaði: Súkkulaðibitar og kakó.
„Holla“ týpan: Haframjöl og rúsínur.
Möguleikarnir eru endalausir!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fyrir 3 vikum

Losaðu þig við sykurpúkann með þessu konfekti

Losaðu þig við sykurpúkann með þessu konfekti
Fyrir 3 vikum

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir
Matur
03.08.2020

Sveinn Kjartansson býður upp á svart linguine með reyktum silungi og skjaldfléttusalati

Sveinn Kjartansson býður upp á svart linguine með reyktum silungi og skjaldfléttusalati
Matur
01.08.2020

Mexíkóveisla og marengsbomba frá Unu í eldhúsinu

Mexíkóveisla og marengsbomba frá Unu í eldhúsinu