fbpx
Sunnudagur 24.janúar 2021
Matur

Er þetta í kvöldmatinn hjá þér?

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru sérstakir tímar og þegar okkur er gert að vera eins mikið heima og hægt er þá, verður óhjákvæmilega til aukatími sem hægt er að nýta í ýmislegt. Sumir gera krossgátur á meðan aðrir vinna í skáldsögunni sem hefur setið á hakanum í áraraðir. Enn aðrir láta sér leiðast á meðan sumir læra að búa til gyoza.

„Dumplings“ eru dásamlegar deigþynnur sem hafa nostursamlega verið brotnar utnaum dásamlega safaríka og bragðmikla fyllingu. Þessir fylltu deigkoddar finnast í ýmsum menningarheimum og koma í fjölda útgáfum með ótal fyllingum. Hafirðu aldrei smakkað þessa lystisemd er um að gera að prófa þá sem fyrst. Fylltu koddarnir eru ýmist soðnir, gufusoðnir eða steiktir á pönnu.

 

Japanskir koddar

Japanska útgáfan kallast gyoza og fæst nú þegar á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík. Einnig hefur þetta fengist frosið í pokum um alllanga tíð hérlendis. En hefurðu einhverntíma búið til þitt eigið gyoza?

Það tekur smá tíma að læra að búa til hið fullkomna gyoza. Við hjá DV mælum með að byrja á einfaldri útgáfu áður en haldið er lengra inn í heim fylltra deigkodda. Deigþynnurnar fást keyptar frosnar í flestum asíumörkuðum svo sem Vietnamese market eða Dai Phat í Faxafeni. Þeir sem eru lengra komnir geta lagt í að búa til sitt eigið deig. Uppskrift af því er neðst í greininni og notast er við innihaldsefni sem fást í hvaða matvörubúð sem er.

 

Hér er uppskrift af dásamlegri svínahakkfyllingu fyrir hið fullkomna gyoza

Uppskriftin miðast við kringum 50 deigþynnur.

Hér er sniðugt að vera búinn að taka deigþynnurnar úr frysti og leyfa þeim að þiðna vel. 30- mín upp í klukkustund ætti að vera nægur tími.

1/8 fínsaxað hvítkál

1 tsk salt

 

400 gr svínahakk

2-3 vorlaukar saxaðir

4 saxaðir sveppir (ef þú átt shiitake sveppi er það enn betra)

1 msk niðurrifið eða fínt saxað engifer

2 tsk soya sósa

2 tsk sesamolía

smá salt

 

Gott er að byrja að ná vatni úr hvítkálinu með því að saxa það frekar fínt, setja í skál og salta með 1 teskeið af salti. Látið standa í 10-15 mínútur eða á meðan verið er að undirbúa afganginn af innihaldsefnunum í fyllinguna.

Blandaðu saman hakki, vorlauk, sveppum, engifer, soyasósu, sesamolíu og smá salti. Hér er mikilvægt að blanda vel saman þar til hakkið breytir um áferð og verður svolítið eins og kjötfars. Kreistið næst vatnið úr hvítkálinu og blandið út í fyllinguna.

Þá er komið að því að fylla deigþynnurnar. Settu eina þynnu í lófann, passaðu að lófinn sé þurr. Setjið 1 tsk af fyllingu á þynnuna, bleytið endana og brjótið saman. Passið að setja ekki of mikið af fyllingu. Gott er að geyma þynnurnar undir plasti eða viskastykki til að koma í veg fyrir að þær þorni upp á meðan verið er að brjóta saman koddana. Setjið koddana á disk eða plötu með bökunarpappír undir og viskastykki yfir. Ef þú ætlar ekki að borða alla koddana núna er hægt að frysta þá núna. Reyndu að koma í veg fyrir að þeir festist ekki saman á meðan þeir eru að frjósa.

Hér er hefðbundin leið til þess að brjóta saman gyoza. En þetta er ekki eina leiðin.

Hér eru 10 aðrar leiðir til þess að brjóta saman gyoza.

 

Þegar allir koddarnir eru samanbrotnir er gott að skella í smá ídýfu.

Sósa til að dýfa í.

2 msk soyasósa

2 msk hrísgrjónaedik

Einnig er gott að blanda út í sósuna smá slettu af hlynsýrópi og/eða sterkri chilliolíu. Þá má setja ristuð sesamfræ og niðurskorinn vorlauk útí.

 

Nú er komið að því að steikja koddana. Notaðu pönnu sem þú getur lokað án þess að lokið snerti koddana. Við mælum með að blanda saman smá sesamolíu og annarri steikingarolíu til þess að nota á pönnuna. Stilltu hitann á örlítið yfir miðlungshita. Settu um 1-2 tsk af olíublöndu á pönnuna og settu svo koddana á pönnuna. Ekki láta þá snertast því annars geta þeir fest saman. Stundum eru dumplings kallaðir „potstickers“ vegna þess að þeir byrja oftar en ekki á því að festast við pönnuna. Við mælum með fyrir byrjendur að nota teflon pönnu.

Steiktu koddana þar til myndast hefur falleg brún undirhlið, sem má þó brúnast örlítið meira. Á þessu stigi ætti ekki að vera erfitt að taka upp koddana og skoða undir þá. Þá skaltu taka um hálfan desilítra af köldu vatni, hella á pönnuna, loka strax og leyfa koddunum að gufusjóða í gegn. Eftir 1-2 mínútur, eða þegar gufan er farin að minnka, má taka lokið af pönnunni og leyfa afgangnum af vökvanum að gufa upp. Hér eiga koddarnir það einnig til að festast við pönnuna. Leyfðu þeim að steikjast aðeins áfram og þegar þeir losna eru þeir tilbúnir.

Passaðu bara að steikja ekki of marga í einu. Frekar að steikja í nokkrum umferðum og þegar þú hefur komist upp á lagið er jafnvel hægt að bæta við pönnum.

Fyrir þá sem vilja aðeins hollari útgáfu er hægt að gufusjóða koddana. Þá mælum við með að setja bökunarpappír undir koddana til að koma í veg fyrir að þeir festist við botninn. Koddarnir taka um 5-8 mínútur að gufusjóða. Þú finnur það á fyllingunni að hún verður harðari og deigið í þynnunum verður rakt í gegn og örlítið gegnsærra.

Einnig er hægt að búa til sínar eigin gyoza deigþynnur

  • Þessi uppskrift gefur um 40 deigþynnur.
  • 280 gr hveiti
  • 160 gr soðið vatn sem hefur kólnað í um 2 mínútur.

Setjið hveiti í skál, gerið smá holu í miðjuna og hellið vatni þar í. Hrærðu með sleif og þegar blandan fer að koma saman er hægt að hnoða hana með höndunum í gróft deig ofan í skálinni. Hnoðið svo í 3-4 mínútur á hveitibornu borði eða þar til deigið er orðið stíft. Potaðu létt í deigið og ef það fer aftur í sama horf er það fullhnoðað.

Leyfðu deiginu að dúsa í lokuðum poka í um 15 mínútur áður en þú vinnur með það.

Þegar deigið er tilbúið skaltu búa til holu í miðjuna á deiginu og teygja út í hring. Skerðu niður í tvær jafnstórar lengjur um 2 cm í þvermál. Skiptu lengjunum niður í jafna hluta. Hver lengja ætti að gefa þér 20 deigparta sem þú rúllar fyrst upp í kúlur og fletur svo út með kökukefli. Passaðu að deigið þorni ekki á meðan þú ert að vinna með það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Sósa fyrir jólin – Reddingin sem bjargar jólunum

Sósa fyrir jólin – Reddingin sem bjargar jólunum
Matur
23.12.2020

Eva Laufey opnar sig um verstu eldhúsmistökin – „Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið“

Eva Laufey opnar sig um verstu eldhúsmistökin – „Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið“
Matur
14.12.2020

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma
Matur
12.12.2020

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði
Matur
06.12.2020

Föstudagspitsa sem slær í gegn

Föstudagspitsa sem slær í gegn
Matur
06.12.2020

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús
Matur
29.11.2020

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum
Matur
28.11.2020

Þessir kókostoppar klikka aldrei

Þessir kókostoppar klikka aldrei