fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Matur

Kallar Gordon Ramsay skíthæl – „Þetta var hrottalegt“

DV Matur
Miðvikudaginn 25. mars 2020 16:10

Gordon Ramsay í ham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay hefur þurft að þola harða gagnrýni eftir að hann sagði upp fimm hundruð starfsmönnum í miðjum COVID-19 heimsfaraldri. Kokkurinn þurfti að loka veitingastöðum sínum vegna fyrirmæla breskra yfirvalda um að loka ýmsum stöðum í landinu, svo sem veitingastöðum og knæpum.

Gordon kallaði alla starfsmenn á sinn fund og tilkynnti um uppsagnirnar og samkvæmt frétt Metro voru margir sem felldu tár við tíðindin. Síðar sendi hann tölvupóst á starfsmennina og sagði að þeir fengju allir laun fram að 17. apríl. Gordon gat hins vegar ekki lofað neinum starfi á nýjan leik þegar að samkomubanni í Bretlandi verður aflétt.

Kokkurinn Anca Torpuc vandar Gordon ekki kveðjurnar í samtali við MailOnline.

„Við höfum lagt okkur öll fram fyrir Gordon Ramsay og síðan losar hann sig við okkur þegar við þurftum á honum að halda,“ segir hún.

„Margir fóru að gráta yfir framkomu hans. Það var engin aðdragandi. Við vorum kölluð á fund og sagt að samningum okkar væri rift. Þetta var hrottalegt.“

Anca hefur einnig gagnrýnt Gordon á samfélagsmiðlum og kallað hann skíthæl.

Gordon hefur ekki tjáð sig persónulega um uppsagnirnar en birti tilkynningu um lokanir veitingastaða á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 2 vikum

Eliza og Guðni héldu upp á þakkargjörðarhátíð í gær – Uppskrift af eftirréttinum

Eliza og Guðni héldu upp á þakkargjörðarhátíð í gær – Uppskrift af eftirréttinum
Matur
Fyrir 2 vikum

Einfalt og fljótlegt fiskisalat að hætti Alberts

Einfalt og fljótlegt fiskisalat að hætti Alberts
Matur
Fyrir 3 vikum

Pestópitsa að hætti Berglindar sem slær öllum öðrum við

Pestópitsa að hætti Berglindar sem slær öllum öðrum við
Matur
Fyrir 3 vikum

Þetta borðar Berglind matarbloggari á venjulegum degi

Þetta borðar Berglind matarbloggari á venjulegum degi
Matur
24.09.2020

Einn vinsælasti veitingastaður borgarinnar opnar kaffihús

Einn vinsælasti veitingastaður borgarinnar opnar kaffihús
Matur
22.09.2020

Kókos-chilli kjúklingur og heimabakað naan-brauð

Kókos-chilli kjúklingur og heimabakað naan-brauð
Matur
15.09.2020

Sláðu í gegn með þessum nestishugmyndum

Sláðu í gegn með þessum nestishugmyndum
Matur
13.09.2020

5 uppáhalds eldhústæki Þóru

5 uppáhalds eldhústæki Þóru