fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Joe Rogan hætti að borða grænmeti og borðaði nær eingöngu kjöt – Þetta er það sem gerðist

DV Matur
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 12:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn, uppistandarinn og spjallþáttastjórnandinn Joe Rogan steig á vigtina í desember síðastliðnum. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Joe vó 91,1 kíló og þótti mörgum það heldur mikið enda Rogan ekki ýkja hár í loftinu, rétt um 170 sentímetrar.

Joe, sem heldur úti einum vinsælasta Podcast-þætti heims, segist hafa orðið fyrir fitufordómum eftir að hafa stigið á vigtina. Hann ákvað því að taka lífsstíl sinn örlítið í gegn og gerði nokkrar grundvallarbreytingar á mataræði sínu. Hann ákvað að borða einungis kjötmeti og dýraafurðir (e. Carnivore) í janúar og árangurinn virðist ekki hafa látið á sér standa.

Rogan, sem er 52 ára, steig á vigtina aftur í byrjun febrúar og þá kom í ljós að 5,4 kíló voru farin. Joe Rogan er mikill áhugamaður um UFC og hefur hann lýst ófáum bardögunum í gegnum tíðina. Eins og sjá má á myndbandinu hér undir gefur Rogan hörðustu MMA-bardagaköppunum ekkert eftir hvað líkamlegt hreysti varðar.

Rogan segir að hann hafi verið hrifinn af carnivore-mataræðinu og ekki upplifað neinar sveiflur í orkustigi líkamans. Hann borðaði einna helst rautt kjöt, fisk, kjúkling, egg og mjólkurvörur. Á móti hætti hann allri neyslu á grænmeti, ávöxtum, kornum, hnetum og fræjum.

„Ég var með bumbu og fólk gerði grín af mér, fitusmánaði mig. Nú er fitan farin, bumban farin og ástarhandföngin líka,“ segir Rogan. Hann segist ekki vita hvort hann ætli að halda sig við þetta mataræði en segir þó að það hafi reynst honum vel.

„Áður en ég byrjaði hélt ég að þetta carnivore-mataræði væri brjálæði. En í sannleika sagt hefur mér sjaldan liðið betur og í þessum eina mánuði,“ segir hann. Hann tekur þó fram að hann hafi fundið fyrir ákveðnum magaóþægindum til að byrja með og fengið niðurgang. Hann var þó fljótur að jafna sig á því og tveimur vikum eftir að hann byrjaði á mataræðinu var allt orðið eðlilegt aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa