fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Vinsælustu uppskriftirnar á Google árið 2020

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 15. desember 2020 14:39

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Netverjar leituðu mest að uppskrift að súrdeigsbrauði eða Dalgona kaffi á Google árið 2020.

Leitarvélin tók nýlega saman lista yfir vinsælustu leitarorðin í ár og voru þessar tvær uppskriftir áberandi vinsælar.

Það er óhætt að segja að það hafi orðið sprengja í heimasúrdeigsbakstri hér á landi. Samkomubannið ýtti aðeins undir bakstursgleði landsmanna og eru rúmlega tólf þúsund manns í íslenska Facebook-hópnum Súrdeigið.

Sjá einnig: Brauð til að monta sig af: Kolbikasvart súrdeigsbrauð

Dalgona kaffið

Í mars gerði kaffirjóma-trendið, betur þekkt sem dalgona kaffi, allt vitlaust á samfélagsmiðlum. Þetta er vinsælasta uppskriftin yfir allt árið á Google.

Um er að ræða grískan kaffidrykk sem kallast Dalgona. Dalgona kaffi er kaldur latte drykkur með sætri og flauelsmjúkri froðu ofan á.

Þú þarft aðeins fjögur hráefni í drykkinn og í rjómann þarftu aðeins þrjú.

Hráefni

2 msk instant kaffi

2 msk sykur (líka hægt að nota hlynsíróp)

2 msk sjóðandi heitt vatn

Aðferð

Settu öll hráefnin í skál og þeyttu þar til þú færð flauelsmjúka áferð.

Dalgona kaffi

Settu klaka og mjólk að eigin vali í glas. Næst seturðu rjómann í glasið og hrærir svo í.

Einfaldara verður það ekki. Þú getur horft á myndbandið hér að neðan og séð hvernig á að gera þetta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“