fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Matur

Pestópitsa að hætti Berglindar sem slær öllum öðrum við

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 4. október 2020 13:30

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarbloggarinn Berglind er að gefa út sína þriðju uppskriftabók. Hún deildi nýlega með okkur hvað hún borðar á venjulegum degi. Hér deilir hún með okkur uppskrift að ljúffengri pestó-pítsu.

Sjá einnig: Þetta borðar Berglind matarbloggari á venjulegum degi

Aðsend mynd.

Pestópítsa

700 g hveiti

1 pakki þurrger (11,8 g)

1 tsk. salt

400 ml volgt vatn

4 msk. ólífuolía

Aðferð:

  1. Setjið öll þurrefnin saman í skál og blandið saman.
  2. Hellið volgu vatni ásamt ólífuolíu saman við og hnoðið þar til deigkúla hefur myndast.
  3. Setjið deigið í skál sem búið er að pensla að innan með matarolíu, plastið og leyfið að hefast í um klukkustund.
  4. Skiptið deiginu niður í 5-7 hluta og fletjið út nokkrar pitsur (9-12“) og setjið áleggið á.

Álegg

2½ krukka af Sacla-pestó með basilíku (um 450 g)

300 g kastaníusveppir

40 g smjör

1 rauðlaukur

Rifinn ostur

2 dósir mozzarellakúlur með basilíku (2 x 180 g)

Sólþurrkaðir tómatar frá Sacla

Klettasalat

Kasjúhnetur (saxaðar gróft)

Fersk basilíka

Ólífuolía með basilíku

Salt, pipar og hvítlauksduft

Aðferð:

  1. Skerið sveppina niður og smjörsteikið þá við miðlungs hita þar til þeir mýkjast örlítið, kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti, leggið til hliðar.
  2. Penslið vel af pestó á hvern pitsubotn og raðið næst smjörsteiktum sveppum og rauðlauk yfir.
  3. Rífið næst ost yfir allt saman og bakið við 225°C í um 10 mínútur eða þar til botninn fer að gyllast í köntunum.
  4. Raðið þá mozzarellakúlunum á og bakið áfram í örfáar mínútur.
  5. Þegar pitsan kemur úr ofninum má pensla kantana strax með ólífuolíu með basilíku.
  6. Að lokum má setja klettasalat, kasjúhnetur, sólþurrkaða tómata og ferska basilíku yfir pitsurnar. Einnig er gott að hella smá ólífuolíu með basilíku yfir alla pitsuna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 3 vikum

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn

Þess vegna áttu ekki að setja te í sjóðandi vatn
Matur
Fyrir 3 vikum

Hjónabandssælan klikkar seint – Ekki gleyma rjómanum

Hjónabandssælan klikkar seint – Ekki gleyma rjómanum
Matur
22.09.2020

Kókos-chilli kjúklingur og heimabakað naan-brauð

Kókos-chilli kjúklingur og heimabakað naan-brauð
Matur
20.09.2020

Oreo-brownie sem setur matarboðið á hliðina

Oreo-brownie sem setur matarboðið á hliðina
Matur
12.09.2020

Pattra er alæta og trúir að allt sé gott í hófi – Þetta borðar hún á venjulegum degi

Pattra er alæta og trúir að allt sé gott í hófi – Þetta borðar hún á venjulegum degi
Matur
07.09.2020

Líklega besta pasta í heimi – Ljúffengt lægðarfæði með hvítvíns-primadonnasósu

Líklega besta pasta í heimi – Ljúffengt lægðarfæði með hvítvíns-primadonnasósu
30.08.2020

Losaðu þig við sykurpúkann með þessu konfekti

Losaðu þig við sykurpúkann með þessu konfekti
30.08.2020

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir

Grillaðu þig í form – ljúffengar og hollar uppskriftir