fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Kjötsúpa sem rífur í að hætti Gísla

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 31. október 2020 18:30

Gísli Matthíasson og súpan góða - mynd aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðin ár hefur íslensku kjötsúpunni verið gert hátt undir höfði með Kjötsúpudeginum sem haldinn er fyrsta vetrardag á Skólavörðustíg en svo verður ekki í ár. Því er fólk hvatt til þess að smella í góða súpu heima.

SÚ KRYDDAÐA

Tími: 2 klst.Fyrir 4-6

Hér er leitað í austurlenska matargerð og íslenska kjötsúpan fær nýjan búning. Hér er tilvalið fyrir þá djörfu að leika sér enn frekar með bragðið og breyta og bæta eftir smekk og ævintýragirni og til dæmis nota ögn af kóresku gouchujang-mauki með í súpuna.

800 g lambasíðubitar skornir í hæfilega bita (má nota annað feitt lambakjöt)
1,6 l vatn
50 ml soyasósa
6-7 dropar fiskisósa
100 g engifer, skrældur
2 stk. chili
6 geirar hvítlaukur
8 stk. nýjar gulrætur
1 stk. laukur, skrældur
30 g hrísgrjón
1 búnt vorlaukur
15 g kóríander

Byrjið á að setja síðubita og vatn í pott og stillið á miðlungshita og bíðið eftir suðu. Á meðan suðan er að koma upp skerið chili, hvítlauk og engifer í litla bita. Því næst einnig gulrætur og lauk í litla bita. Þegar suðan er komin upp, fleytið þá froðuna sem kemur í fyrstu suðu frá. Því næst bætið við soyasósu, fiskisósu, engifer, hvítlauk og chili og leyfið að sjóða í 20 mín. Hugrakkir geta bætt við 2 msk. af gouchujang-mauki út í soðið. Bætið við gulrótum, hrísgrjónum og lauk og sjóðið í rétt rúmlega 30 mínútur. Á þessum tímapunkti er best að smakka til súpuna og athuga hvort vanti meira salt en þá má annað hvort bæta meira salti eða meiri soyasósu út í. Rétt áður en að súpan er borin fram er bæði vorlaukur og kóríander saxað fínt og bætt við.

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa