fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Matur

Þetta borðar Eva Einars á venjulegum degi

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 25. október 2020 14:30

Mynd/Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Einarsdóttir, kynningarfulltrúi fyrir Erasmus+ og Nordplus, er galdrakona í eldhúsinu. Hún er hetja þegar kemur að grænmeti og maturinn hennar einkennist af flóknu bragði og fegurð.

„Ég er alltaf með æði fyrir grænkáli. Það er eins og ég sé háð því. Er með 2008 statusa á Facebook um grænkál,“ segir Eva og hlær aðspurð um sitt uppáhalds hráefni. „En já, ef ég ætti að nefna eitthvað þá er það líklega rauðkál. Í fyrstu bylgju COVID bjó ég til kálböggla, mjög fallegir þó ég segi sjálf frá.”

Í síðustu viku skellti ég helmingi í súpu og hinum helmingnum inn í ofn. Súpan varð fallega bleik og ólík öllu sem ég hef eldað.“

Vikuplan er snilld

Eva hefur verið grænkeri í um 20 ár og síðustu 3 ár hefur hún eldað nánast bara vegan mat. „Matreiðsla er mín hugleiðsla má segja og ég legg mikla áherslu á að elda nánast á hverju kvöldi. Er með vikuplan fyrir virku dagana en ekki flókið plan, bara súpa á mánudögum, pasta á þriðjudögum, afgangar/snarl á miðvikudögum, alþjóðlegt eins og thai, indverskt, mexikóskt á fimmtudögum og pitsa á föstudögum.

Ég er orðin duglegri að kaupa eitthvað einfalt eða skyndimat þegar ég er þreytt. Ég verð bara oft svo „matsár“, finnst sumt heimkeypt svo dýrt og ekkert gott,“ segir Eva sem leggur mikið upp úr hollum og heilnæmum mat.

„Ekki láta innihaldslista hræða ykkur. Ef þið eigið ekki eitthvað, þá bara sleppið því eða notið eitthvað í staðinn. Og ef þið viljið nota frekar venjulegt smjör eða majónes þá er bara um að gera. Ekki taka eldamennskuna of alvarlega – æfingin skapar meistarann.“

Matseðill Evu

Morgunmatur

Hef litla matarlyst á morgnana. En fæ mér stundum hafragraut eða chiagraut. Stundum banana. Annars bara kaffi, kaffi.

Millimál

Fæ mér stundum „ógeðisdrykkinn” sem vekur athygli í vinnunni, ískalt vatn, chiafræ, kanil og smá eplaedik. Ekki hugsað sem eitthvað grennandi heldur finnst mér þetta gera maganum gott.

Hádegismatur

Er yfirleitt með nesti með mér í vinnunni. Oftar en ekki afganga frá kvöldinu áður. Súpur í miklu uppáhaldi. Á líka alltaf súpur frá Amy’s kitchen, lífrænar og mjög svona „feel good”

Millimál á daginn

Ég er háð sódavatni og á það alltaf til í vinnunni. Eins á ég alltaf dökkt súkkulaði og hnetur í skúffunni. Já, og lakkrís auðvitað. Svo fæ ég mér stundum hrökkbrauð síðdegis.

Kvöldmatur

Oft súpa eða eitthvað af vikulistanum. Svo er ég ekkert mikill nartari á kvöldin, er ekki mikill nammigrís. Ja, nema ef rauðvín telst sem nammi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

5 uppáhalds veitingastaðir Ernu Hrundar – „Leynd perla í 104. Ódýrt, einfalt og ljúffengt.“

5 uppáhalds veitingastaðir Ernu Hrundar – „Leynd perla í 104. Ódýrt, einfalt og ljúffengt.“
Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta borðar Guðrún Sóley á venjulegum degi

Þetta borðar Guðrún Sóley á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Íslenskir veitingastaðir auglýsa samkeppnisaðila – Burger King auglýsir MacDonalds

Íslenskir veitingastaðir auglýsa samkeppnisaðila – Burger King auglýsir MacDonalds
Matur
Fyrir 4 vikum

Hryllilegar hrekkjavökuveitingar Berglindar – Þú trúir aldrei hvað hún bakaði næst

Hryllilegar hrekkjavökuveitingar Berglindar – Þú trúir aldrei hvað hún bakaði næst
Matur
Fyrir 4 vikum

Sykursætur súkkulaðidraumur í skammdeginu – Toblerone bomba

Sykursætur súkkulaðidraumur í skammdeginu – Toblerone bomba
Matur
10.10.2020

Albert á nýju mataræði – Þetta borðar hann á venjulegum degi

Albert á nýju mataræði – Þetta borðar hann á venjulegum degi
Matur
09.10.2020

Nú er tími til að njóta – Hægeldað læri með tilheyrandi

Nú er tími til að njóta – Hægeldað læri með tilheyrandi