fbpx
Þriðjudagur 27.maí 2025
Matur

Ketóhornið: Kraftmikil íslensk kjötsúpa stútfull af orku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 6. október 2020 17:30

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á DV. Hér deilir hún uppskrift að ketó-kjötsúpu.

Á þessum árstíma yljar manni ekkert eins vel líkt og kraftmikil íslensk kjötsúpa stútfull af orku. Hvort sem maður sýður súpukjöt sérstaklega eða nýtir tilfallandi afganga. Ég átti afgang af grísalundum og lambalærisneiðum í frystinum frá síðustu sveitarferð og þær beinlínis örguðu á komast í heitann súpupott ásamt dýrindis lágkolvetna grænmetis félögum.

Aðsend mynd.

Hráefni:

1.5-2 kíló súpukjöt eða afgangskjöt

1 laukur

1/2-1 höfuð blóm/spergilkál

1/2 stilkur púrrulaukur

3-4 stilkar selleryí

1/4-1/2 hvítkálshaus

2 msk salt

1-2 grænmetisteningar

3 lítrar vatn

Aðferð:

  1. Skera allt grænmetið í hæfilega bita.
  2. Sjóða súpukjötið og fleyta ofan af því froðunni eða notast við niðurskorið afgangs kjöt.
  3. Setja kjötið og grænmetið allt saman í pott , krydda og sjóða í 45-60 mín.
  4. Til að gera súpuna extra spennandi má einnig setja eins og eina msk af karrý og/eða tabasco eða sriracha útí. Veisla.

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar