fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Matur

Sjúkleg eplabaka með súkkulaði og kókos

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir, Una í eldhúsinu, deilir með okkur uppskrift að dásamlegri eplaböku.

Una Guðmundsdóttir

3 epli (meðalstór)

50 g sykur

3 egg

100 g smjör

200 g hveiti

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilludropar

5 msk. kanilsykur

30 g súkkulaðispænir

20 g kókosmjöl

 

Byrjið á því að hita ofninn í 180 gráður.

Smyrjið eldfast form vel að innan með smjöri.

Afhýðið eplin og skerið í þunnar sneiðar og leggið 2 epli í botninn á forminu og stráið um 2-3 msk. af kanilsykri yfir eplaskífurnar og 15 g af súkkulaðispónunum.

Bræðið um 90 g af smjöri í potti og leyfið að kólna.

Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós.

Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu og vanilludropunum, ásamt smjörinu þegar það hefur aðeins fengið að kólna.

Blandið þessu öllu vel saman með sleif. Leggið deigið í formið yfir eplaskífurnar, setjið svo restina af eplaskífunum yfir deigið ásamt restinni af súkkulaðispónunum og kókosmjöli.

Að lokum er 10 g af smjöri klipin í litla búta yfir allt deigið og kakan sett í ofninn.

Bakið kökuna við 180 gráður í um 30 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“