fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Tobba Marinósdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 12:23

Laukur er best geymda leyniráð grillarans

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grill mokseljast nú eins og loka eigi fyrir rafmagnið á landinu og grill séu eina leiðin til að tryggja afkomu þjóðarinnar, sem er gott og blessað. Það er nefnilega nánast allt betra sé það grillað, hvort sem um er að ræða pítsu eða fisk. En ertu að grilla af snilld eða bjóða upp á hrátt og brennt til skiptis?

Þrífðu grillið með lauk

Hljómar of einfalt en er í raun upphaf og endir alls. Skítugir teinar með viðbrenndum tægjum á geta ýtt undir að það sem þú ert að grilla brenni frekar fast og það má auðveldlega eyðileggja matinn með því að reyna að grilla á teinum sem eru ekki hreinir. Best er að hita grillið, þrífa það með grillbursta og jafnvel pensla teinana með olíu ef þarf. Gott er að skera lauk í sundur og nudda sárinu ofan á teinana til að undirbúa þá fyrir notkun. Laukurinn skilur ekki eftir sig neitt bragð. Þetta ráð hefur verið sannreynt margoft og er
snilld, ef þú ert til dæmis í bústað og ekki með grillbursta eða aðrar græjur.

Silíkonmotta eða net undir fisk

Klassískt drama er að grilla fisk eða til dæmis kjúkling með maríneringu sem kviknar í og grillast eða hreinlega brennur að utan. Fiskurinn á það til að detta í sundur og verður hálfgerður viðbrenndur plokkari fyrir rest hjá mörgum, með viðeigandi sjálfsímyndarniðurbroti hjá grillaranum. Sérgerðar grillmottur og net fást víða, til dæmis í Húsasmiðjunni og Byko, og gera lífið töluvert auðveldara. Mottan fer svo bara í uppþvottavélina – og nei, það verður ekki minna grillbragð af matnum þó að hann sé grillaður á slíkri mottu eða neti.

Rétt hitastig á hráefninu

Kjöt skal vera við stofuhita, en fiskur tekinn beint úr kæli. Sé kjöt tekið beint úr kæli er það lengur að grillast og getur tapað hluta safans við eldun. Best er að láta stórar steikur hvíla aðeins eftir grillun áður en þær eru skornar, til að þær tapi safanum síður.

Þrífið öll áhöld á milli

Það er ekki sjarmerandi að bjóða fólki í mat og senda alla heim með magaverk vegna óþrifnaðar. Gætið þess að þrífa alltaf tengur, bakka og annað sem snertir hrátt kjöt, áður en það er notað til að meðhöndla eldað kjöt.

Kjöthitamælir

Algengustu mistökin við að grilla, er að grillmeistarinn sé alls enginn meistari og of- eða vaneldi hráefnið. Til þess að sleppa við slíkt drama og vera ekki sífellt að skera í hráefnið til að sjá hvort það sé tilbúið, er kjöthitamælir málið.
Hann auðveldar lífið og gefur grillaranum færi á að fá sér einn kaldan og njóta lífsins örlítið meira. Það er fátt leiðin
legra en að bjóða upp á hráan kjúkling, eða bringu sem búið er að skera tólf sinnum í til að athuga miðjuna á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa