fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Þetta gerist ef þú borðar 4 möndlur á hverjum degi

DV Matur
Sunnudaginn 19. janúar 2020 22:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Möndlur (ekki sælgætið) eru afar hollar og innihalda mikið af vítamínum og öðrum efnum sem tryggja heilbrigði. Vefsíðan Bright Side hefur tekið saman lista yfir það sem gerist í líkamanum ef þú borðar aðeins fjórar möndlur á dag, en auðvitað máttu borða fleiri.

Lækkað kólestóról

Möndlur eru meðal fæðutegunda sem lækka slæma kólestórólið, ef kólestórólið er nú þegar hátt er mælt með að borða allt að þrjátíu möndlum á dag.

Heilbrigt hár

Möndlur innihalda nánast öll vítamín og steinefni sem þarf til að auka hárvöxt og styrk hársins. Í möndlum er til dæmis magnesíum og sink sem auka hárvöxt, E-vítamín sem gerir hárið sterkara og B-vítamín sem lætur hárið glansa.

 

Kemur í veg fyrir hjartasjúkdóma

Andoxunarefnin, einómettaða fitan, magnesíum og kopar sem finnst í möndlum styrkja hjartað og æðakerfið. Gott er að borða möndlur sem eru enn í hýðinu til að sporna við hjartasjúkdómum.

Bless hrukkur

Möndlur eru stútfullar af mangan sem hjálpar til við framleiðslu kollagens, próteinsins á bak við húðlitinn okkar. E-víatmínið hjálpar einnig til við að sporna við öldrun húðar.

 

Góð þarmaflóra

Í hýði mandlanna eru efni sem tryggja góða þarmaflóru. Ef viðkomandi er viðkvæmur í maga, þjáist til dæmis af magaverk eða meltingartruflunum er mælt með að borða allt að 35 möndlur á dag.

Þyngdartap

Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða möndlur reglulega innbyrða færri kolvetni úr sætabrauði en þeir sem borða ekki möndlur. Möndlur koma ennig lagi á efnaskiptin, sem eykur líkur á þyngdartapi.

Heilinn í góðu standi

Fitusýrur og E-vítamín í möndlum bætir minnir. Þá getur regluleg neysla mandla einnig hægt á öldrun heilans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“