fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Matur

Ef þér finnst ananas ógeðslegur á pítsu, bíddu bara – Netverjar fríka út

DV Matur
Fimmtudaginn 15. ágúst 2019 12:00

Vatnsmelóna á pítsu? Uuu..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er til tvenns konar fólk í heiminum. Fólk sem fær sér ananas á pítsu og fólk sem dæmir þá sem fá sér ananas á pítsu.

Þetta er mjög umdeilt málefni. En ef þú hélst að þetta væri það versta sem fólk setur á pítsu, þá erum við með fréttir fyrir þig.

Netverji sagði frá því á Reddit á dögunum að hann fær sér oft pítsu með vatnsmelónu. Já vatnsmelónu.

„Ég er hrifinn af vatnsmelónu á pítsu. Það var manað mig til að setja vatnsmelónu á pítsuna mína og ég var mjög hrifin af því. Þannig núna geri ég það þegar ég fæ mér pítsu,“ skrifaði maðurinn.

„Það sem ég geri er að ég læt pítsuna næstum því bakast alveg, ég tek hana út þegar nokkrar mínútur eru eftir og set vatnsmelónuna ofan á og síðan pítsuna aftur inn í ofn.“

Hann segir að fólk hefur sagt hann „klikkaðan“ fyrir að gera þetta og nýlega varð þetta að vandamáli

 

Hann bauð vini sínum í heimsókn í pítsu, og það er óhætt að segja að vinur hans var ekki hrifinn af því að fá pítsu með vatnsmelónu.

Þess vegna ákvað hann að leita til netverja og spyrja hvort að val hans á pítsaáleggi sé svona skrýtið eða hvort vinur hans sé full dramatískur.

Netverjar voru ekki með manninum í liði og sögðu hann „sjúkan“ fyrir að setja safaríka ávöxtinn á pítsu.

„Blaut pítsa? Þetta er ruglað.“

„Ég er hrifinn af ananas á pítsu en þetta er of langt gengið.“

Hins vegar voru nokkrir netverjar sem viðurkenndu að þeir hefðu áhuga að prófa þetta einn daginn.

Hvað segja lesendur? Vatnsmelóna á pítsu, já eða nei?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
30.06.2020

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat

Bjóðið fráskildum vinum ykkar í mat
Matur
27.06.2020

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr

Bestu brönsstaðir borgarinnar – Þessir þykja skara fram úr
Matur
23.06.2020

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.

Þetta er næst versta pítsaáleggið á eftir ananas segir Guðni Th.
Matur
22.06.2020

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði
Matur
08.06.2020

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
02.06.2020

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði

Skerðu vatnsmelónuna á skotstundu með tannþræði
Matur
01.06.2020

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara