fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Matur

Salat í krukku er algjör snilld og endist í fimm daga í ísskápnum – Svona gerirðu það

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er auðvelt að útbúa salat í krukku, jafnvel að útbúa nokkur í einu, því flest geymast þau fimm daga í ísskápnum áður en neytt er. Mælt er hins vegar með að raða lögunum í ákveðinni röð í krukkuna:

1. Dressing fyrst.
2. Grænmeti sem þola að marinerast vel í dressingunni (gúrkur, laukur, sveppir og grasker sem dæmi).
3. Grænmeti sem við viljum halda frá því að liggja í dressingunni.
4. Prótín.
5. Kál.
6. Ostur, hnetur, þurrkaðir ávextir og slíkt.
Áður en neytt er þá er krukkan hrist þannig að dressingin dreifist vel og salatinu síðan hellt í skál og borðað, eða borðað beint úr krukkunni.

Undirbúningstími: 10 mínútur
Dugar fyrir tvær krukkur af salati

Jarðarberjaspínatsalat með steiktum/grilluðum aspas og kjúklingi, agúrkum, avókadó, rauðlauk, ristuðum möndlum og dressingu.

Innihald

  • 6 matskeiðar dressing
  • 1/4 bolli rauðlaukur skorinn
  • 1/2 bolli gúrkusneiðar
  • 4 jarðarber skorin
  • 1/2 bolli steiktur/grillaður aspas, skorinn
  • 1/4 avókadó, skorið
  • 200–300 g steiktar/grillaðar kjúklingabringur
  • ½ poki spínat
  • 2 matskeiðar ristaðar möndluflögur

Dressing

  • 1/2 bolli ferskur greipaldinsafi
  • 1 matskeið hlynsíróp
  • 1/2 teskeið sjávarsalt
  • 1/4 teskeið mulinn pipar
  • 1 teskeið dijonsinnep
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • 1 teskeið birkifræ
  • 1 ½ matskeið olífuolía

Leiðbeiningar

  1. Útbúðu dressinguna með því að blanda öllum hráefnum saman. Magn er um það bil einn bolli.
  2. Taktu tvær krukkur og raðaðu hráefninu í lög eins og fyrr sagði: dressing, laukur, gúrka, jarðarber, aspas, kjúklingur, avókadó, spínat og möndlur.
  3. Hristu krukkuna þegar borða á salatið og helltu á disk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum