fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Matur

Íslenska matgæðinga langar að æla yfir rétt Magnúsar – Fiskikóngurinn forviða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 3. júní 2019 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögðin stóðu ekki á sér í gær þegar Magnús nokkur spurði innan Facebook-hópsins Matartips hvort fólk ætti sér sakbitna sælu í matarræði. Með færslunni deildi hann mynd af vægast sagt ókræsilegum rétti, hráum fisk og bönunum.

Mynd af þessu má sjá hér fyrir neðan en rétt er að taka fram að myndin hefur verið í deilingu í nokkur ár og því allar líkur á því að Magnús sé að grínast. Raunar hefur verið nokkur umræða um það innan hópsins að grín væri orðið alsráðandi og of lítið um alvarlega umræðu um mat.

Hvað sem því líður, þá er ljóst að matgæðingum fannst þetta ekki girnilegt og hafa nú um 140 athugasemdir verið skrifaðar við færsluna. „Úff.. þetta er með því ógirnilegra sem ég hef séð,“ segir ein kona. Önnur kona skrifar svo: „Ég verð andvaka eftir þetta. Þetta mun elta mig um ókomna tíð! En verði þér að góðu.“

Sumir virðast þó jákvæðnari fyrir þessu viðbjóðs rétt. „Í blandara með þetta og þá ertu kominn með drykk,“ segir ein kona. Önnur virðist hafa fengið sér svipaðan rétt. „Ja ég hef gert þetta oft. elska svona sætt á móti söltu.“ Maður nokkur virðist svo hafa prófað álíka rétt og mælir með honum. „Hafið þið aldrei prufað að sneiða ferska banana á soðna Þorsk hnakka? Það er eins fáránlegt og það hljómar geggjað!“

Einn maður gengur jafnvel svo langt að koma þessum rétti til varnar. „Eruð þið sum í alvöru að tuða yfir því hvað „þetta er ógeðslegt“? Það er til fólk, og alveg þónokkur stykki, sem nýtur þess kynferðislega að tyggja kúk – þannig að, hvað er að ykkur? Hvað kemur ykkur við hvað öðrum þykir gott?“ spyr sá maður.

Sjálfur Fiskikóngurinn, Kristján Berg, kveður sér hljóðs og virðist forviða. „Fyrir minn smekk þá lítur þetta ekki girnilega út.  Er samt forvitinn.  Hvað í ósköpunum er þetta?“ spyr Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði

Eitt furðulegasta tilboðið á Íslandi – 50% afsláttur ef þú uppfyllir eitt skilyrði
Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta borðar Greta Salóme á venjulegum degi

Þetta borðar Greta Salóme á venjulegum degi
Matur
Fyrir 3 vikum

Eva Laufey býður í samlokupartý – Frítt fyrir alla

Eva Laufey býður í samlokupartý – Frítt fyrir alla
Matur
Fyrir 3 vikum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum

Svona leit McDonalds út á níunda og tíunda áratugnum
Matur
01.06.2020

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara

Fimm ráð sem gera þig að betri grillara
Matur
31.05.2020

Þetta borðar Jóhannes Haukur á venjulegum degi

Þetta borðar Jóhannes Haukur á venjulegum degi
Matur
25.05.2020

Þú hefur verið að loka snakkpokum vitlaust – Svona áttu að gera það

Þú hefur verið að loka snakkpokum vitlaust – Svona áttu að gera það
Matur
24.05.2020

Graskerskaka Bergrúnar Írisar sem bráðnar í munni

Graskerskaka Bergrúnar Írisar sem bráðnar í munni