fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Matur

Losaðu þig við vonda lykt úr eldhúsinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. maí 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver kannst ekki við að finna vonda lykt í eldhúsinu en átta sig ekki alveg á því hvaðan hún kemur. Fyrstu viðbrögð eru yfirleitt að athuga ruslið og fara með það út. Næsta skref er að kíkja í ísskápinn og kanna hvort þar er eitthvað skemmast. Ef sú er ekki raunin og lyktin er viðvarandi, gæti verið góð hugmynd að kanna stöðuna á eldhúsvaskinum. Eða niðurfallinu öllu heldur.

Hvort sem þú ert með ruslakvörn eða ekki í vaskinum þá geta safnast fyrir alls konar matarleifar við niðurfallið og efst í rörunum. Þegar þessar matarleifar fara að mygla gýs upp vond lykt sem hverfur ekki þrátt fyrir að vatn sé látið renna af krafti í vaskinn.

Til að losna við mygluna, bakteríurnar og lyktina er gott ráð að hella úr einum bolla af matarsóda og öðrum af ediki ofan í niðurfallið og leyfa því að malla í um tíu mínútur. Því næst skaltu hella sjóðandi vatni í vaskinn og skola þannig matarsódann og edikið burt.

Ef þú ert með ruslakvörn er gott að setja tvo bolla af klaka og einn af salti ofan í kvörnina. Láta svo kalda vatnið renna á meðan kvörnin er í gangi, þangað til klakinn er horfinn. Til að fá jafnframt góðan ilm í eldhúsið má til dæmis setja appelsínu- eða sítrónubörk ofan í kvörnina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 1 viku

Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu

Ofnbakaður kjúklingur í beikonsósu
Matur
Fyrir 1 viku

Mexíkó kjúklingasúpa

Mexíkó kjúklingasúpa
Matur
Fyrir 2 vikum

Kjúklingasalat á núll einni

Kjúklingasalat á núll einni
Matur
Fyrir 2 vikum

Matarmikil tómatsúpa með rjómaosti

Matarmikil tómatsúpa með rjómaosti
Matur
Fyrir 3 vikum

Mexíkósk pizza

Mexíkósk pizza
Matur
Fyrir 3 vikum

Penne pasta með sweet chilí sósu

Penne pasta með sweet chilí sósu
Matur
01.06.2023

Afskekktasti veitingastaður í heimi

Afskekktasti veitingastaður í heimi
Matur
29.05.2023

Tíu léttir réttir sem gefa þér meiri orku en kaffi

Tíu léttir réttir sem gefa þér meiri orku en kaffi