fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Léttist um 36 kíló án þess að sleppa uppáhalds matnum sínum – Þetta borðar hún yfir daginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 6. maí 2019 21:30

Samantha Khalil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef verið í yfirþyngd síðan ég man eftir mér,“ skrifar Samantha Khalil í pistli á vef Women‘s Health um baráttu sína við aukakílóin.

„Ein af fyrstu, og neikvæðustu, minningum mínum sem tengdar eru þyngdinni eru úr læknisheimsókn. Læknirinn kom inn eftir að hjúkrunarfræðingurinn skoðaði mig og spurði móður mína: „Hvað ertu að gefa þessari stúlku að borða?“ Mér sárnaði svo. Stuttu eftir það fór móðir mín með mig á fyrsta Weight Watchers-fundinn minn. Ég var bara tíu ára gömul,“ skrifar Samantha. Hún var alltof ung fyrir fundinn og bar hann engan árangur.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Samantha?WW Ambassador (@ww.samanthak) on

„Ég hélt áfram að eiga í erfiðleikum með þyngdina í miðskóla, sérstaklega eftir að amma mín lést. Ég treysti á mat að hugga mig, nánast eingöngu fitugan og kolvetnaríkan mat. Á fyrsta ári í háskóla var ég orðin 113 kíló.“

Kvíði, þunglyndi og hættuleg yfirþyngd

Samantha segist hafa fengið uppljómun þegar hún var 22 ára og læknirinn hennar sagði við hana að hún væri í mikilli yfirþyngd. Að líkamlegt ástand hennar væri hættulegt heilsunni.

„Ég var nýbúin í skoðun og læknirinn gekk inn í herbergið með niðurstöðurnar. Hún var gráti næst og byrjaði að telja upp allt sem var að: hár blóðþrýstingur, ég var á mörkunum að vera með sykursýki, hættuleg ofþyngd, kvíði og þunglyndi. Hún hafði greinilega áhyggjur af mér og spurði hvað hún gæti gert til að hjálpa mér að léttast. „Þú átt allt lífið framundan og ég vil að þú verðir hamingjusöm,“ man ég eftir að hún sagði. En hún hafði rétt fyrir sér: Ég gat nánast ekki hreyft mig,“ skrifar Samantha og heldur áfram.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Samantha?WW Ambassador (@ww.samanthak) on

„Þetta var það sem þurfti. Ég hafði verið full vonleysi svo lengi en nú var ég komin með stuðningsaðila, sem var ekki fjölskyldumeðlimur, sem sagði mér að ég væri einhvers verð og að það yrði þess virði að léttast.“

Mataræðið þróast

Daginn eftir læknisheimsóknina skráði hún sig í Weight Watchers á nýjan leik. Samantha var hrifin af Weight Watchers, þá helst út af því að hún þurfti ekki að hætta að borða neinn sérstakan mat.

„Fyrst fylgdi ég planinu nákvæmlega. Ég vigtaði, mældi og fylgdist með öllum matnum með hliðsjón af punktakerfi Weight Watchers. Ég áttaði mig á því að vandamál mitt með mat var aðallega út af skammtastærð og þeirri tegund af mat sem ég var að borða,“ skrifar hún. Hún hefur verið á Weight Watchers í átta ár og segir mataræðið hafa þróast mikið á þessum tíma.

„Ég einblíni minna á að telja hvern einasta punkt en meira á hreina fæðu til að veita líkama mínum eldsneyti.“

Þá gefur Samantha lesendum innsýn í sinn hefðbundna matseðil:

Morgunmatur: Eggjahvítur með spínati og kaffi með smjöri
Hádegismatur: Kalkúnahakk og aspas með avókadó
Snarl: Hrískökur með hnetusmjöri
Kvöldmatur: Kjúklingur og brokkolí með avókadó
Eftirréttur: Hálfur bolli af frosnum berjum

36 kíló farin

Fyrst þegar að Samantha ákvað að breyta um lífsstíl gat hún varla gengið. Nú hreyfir hún sig mikið og elskar að sækja hópatíma í líkamsræktarstöðvum. Hún er búin að léttast um 36 kíló á þessum átta árum.

„Mér líður í raun eins og ég hafi eignast glænýtt líf og reyni að fá það besta út úr hverjum degi og að vera besta útgáfan af sjálfri mér,“ skrifar hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Samantha?WW Ambassador (@ww.samanthak) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa