fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Matur

Gagnaleki hjá McDonald’s – Stórvægilegar breytingar á matseðli

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 6. apríl 2019 08:29

Breytingar í vændum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikilvægum gögnum úr herbúðum McDonald’s hefur verið lekið til fjölmiðilsins Business Insider, en í gögnunum kemur í ljós að matseðill skyndibitakeðjunnar verður uppfærður í lok þessa mánaðar.

Um er að ræða breytingar á næturmatseðli McDonald’s, en frá og með 30. apríl verður ekki hægt að fá samloku með grilluðum kjúklingi, „premium“-salöt og Filet-O-Fish svo dæmi séu tekin. Þá verða beyglur og vefjur einnig teknar af næturmatseðlinum.

Gögnin frægu.

Matseðillinn verður því einfaldaður til muna og inniheldur til dæmis Big Mac, Quarter Pounder, nagga, franskar og barnabox eftir breytingarnar. Réttir sem verða teknir af næturmatseðlinum verða samt fáanlegir yfir daginn.

Í grein Business Insider um málið kemur fram að þessar breytingar séu gerðar til að lækka kostnað og minnka matarsóun, en einnig til að hraða þjónustu á skyndibitastöðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“