fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Matur

Ef þú geymir eggin þín svona ertu að gera stór mistök

DV Matur
Þriðjudaginn 3. desember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í flestum ísskápum eru sérstakar eggjahillur í hurðinni og því geyma margir eggin sín þar. Samkvæmt grein Daily Mail eru það hins vegar stór mistök að mati sérfræðinga.

Ef egg eru geymd í hurðinni í ísskápnum skemmast þau fyrr. En af hverju? Jú, ástæðan er einföld. Hurðin á ísskápnum er opnuð í tíma og ótíma og stundum haldið opinni í smá stund. Það þýðir að miklar hitabreytingar geta átt sér stað á því svæði. Ef það er eitthvað sem er óvinur eggja eru það miklar sveiflur í hitastigi og því geta þau skemmst fyrr en ella.

Þá er einnig gott að hafa í huga að það er ekki gott að geyma eggin við hliðina á hráu kjöti vegna krossmengunar. Besta leiðin til að geyma egg er raunar ekki í ísskápnum heldur fyrir utan hann í rými sem er um það bil 20°C heitt. Þannig geymast eggin í eina til tvær vikur. Fyrir þá sem klára eggin ekki á þeim tíma er gott að koma þeim fyrir í hillu í ísskápnum, helst í miðjunni. Þá þarf að hafa í huga að taka ekki eggin úr ísskápnum nema eigi að neyta þeirra því egg skemmast hraðar ef þau eru tekin úr kulda og sett aftur inn í hann stuttu síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
26.10.2023

Tikka masala grænmetisætunnar

Tikka masala grænmetisætunnar