fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Matur

Hann borðaði ekkert nema KFC í viku og endaði með því að léttast

DV Matur
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 18:40

Það er hægt að draga úr hitaeininganeyslu á einfaldan hátt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar maður hugsar um þyngdartap, þá hugsar maður ekki beint um djúpsteiktan kjúkling á KFC. Hvað þá með að borða ekkert nema KFC í heila viku. En Mike Jeavons ákvað að slá til og deildi tilrauninni á YouTube.

Mike elskar djúpsteiktan kjúkling og hann vildi gera minni útgáfu á vinsælu heimildarmyndinni, Supersize Me, þar sem Morgan Spurlock borðaði ekkert nema McDonalds í heilan mánuð.

Í sjö daga fór Mike á KFC og borðaði að meðaltali um 2000 kaloríur af KFC á dag. Og í lok tilraunarinnar þá léttist hann um tæplega kíló.

En ekki láta þær tölur plata ykkur. Hann innbyrti yfir 150 prósent af ráðlögum skammti af salti, og fitu inntaka hans hækkaði um 250 prósent.

„Ég elska KFC og ég vildi athuga hvort ég elskaði það áfram eftir að hafa bara borðað það í heila viku,“ segir hann.

„Vikuna eftir tilraunina var ég stanslaust þyrstur og með hausverk, og ég virkilega saknaði KFC! Það var mjög gaman að borða svona mikið af skyndibitamat. Ég hlakkaði til að borða á hverjum degi,“ segir Mike.

„Þetta er frábært sem einstaka máltíð, en ekki eitthvað sem ég mæli með að borða á hverjum degi. Þetta var gaman en ég mundi ekki vilja gera þetta aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“