fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Matur

Tara og Hildur slátra Sómasamlokum – „Hversu lágt er hægt að leggjast?“

DV Matur
Miðvikudaginn 30. október 2019 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aktívistarnir Tara Margrét Vilhjálmsdóttir og Hildur Lilliendahl gagnrýna fyrirtækið Sóma, yfirleitt kennt við samlokurnar, á samfélagsmiðlum. Tara segist einfaldlega orðlaus meðan Hildur segir þetta vandræðalegt.

Ástæðan er að þær telja Sóma hafa blekkt neytendur með því að láta eins og hafragrautur þeirra sé gerður af fyrirtækinu Jömm, en það fyrirtæki er afar vinsælt meðal grænmetisæta.

Tara segir skömm af þessu. „Nú er ég orðlaus. Ég hélt að þessi hafragrautur væri nýjasta afurðin frá Jömm þegar ég sá hann enda er um algjöra stælingu á umbúðum Jömm að ræða. Hversu lágt er hægt að leggjast Sómi?,“ spyr Tara og deilir færslu Jömm en þar segir:

„Grautur er (ekki) fæddur. Við þökkum allar hamingjuóskirnar sem okkur hafa borist vegna meintrar fjölgunar en verðum sem betur fer að tilkynna að þessi hafragrautur er rangmæðraður og ekki frá okkur kominn. Þegar við komum (sennilega ekki) með hafragraut á markað munuð þið þekkja hann á góða bragðinu. Einhverjum þykir kannski óSómi að þessum merkingum en Júmbó hlýtur bara að hafa ruglast aðeins. Vandræðalegt. Kær kveðja, Jömm(bó)“

Líkt og fyrr segir þá blöskrar Hildi þetta líka en hún skrifar á Twitter: „Váááá. Sómi: „Hvernig getum við látið fólk halda að varan okkar sé frá Jömm eða Oatly? ÞAÐ ER ÞAÐ SEM VIÐ VILJUM, fremur en að hún sé eftirsóknarverð fyrir gæðin.“ Þvílíkur metnaður. Ógeðslega vandræðalegt. Áfram besta besta.“

Fyrirtækið Jömm lét ekki duga að skrifa um þetta á Facebook því það deildi á Instagram myndböndum sem sýna að starfsmenn hafi mætt og fært markaðsdeild Sóma „glaðning“. Það virðist hafa verið matur frá Jömm  og kaffi ásamt skilaboðunum: „Góðar hugmyndir eru ekki gefins en kaffi hjálpar alltaf. Gangi ykkur vel í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
16.06.2025

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með

ÓX hlýtur græna Michelin stjörnu – Hosiló bætist við staði sem Michelin mælir með
Matur
15.06.2025

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling

Þess vegna má ekki skola hráan kjúkling
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
17.04.2025

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum

Rjómaostakúla með pekan og trönuberjum
Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
13.11.2024

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók

Brauðtertunni fagnað með Íslandsmótsverðlaunahöfum og veglegri uppskriftabók
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“