fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Matur

Þú trúir því ekki hvaða hráefni við settum í Hjónabandssælu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 25. janúar 2019 18:00

Leiðin til hjartans er í gegnum munninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er gaman að leika sér með klassíska rétti, eins og til dæmis Hjónabandssælu. Fyrst að það er nú einu sinni Bóndadagur, ákváðum við aðeins að leika okkur með þessa klassík og prófuðum að setja Amaretto-líkjörinn í fyllinguna. Útkoman er himnesk.

Hjónabandssæla með Amaretto

Hráefni – Botn:

1 1/2 bolli hveiti
6 msk. heilhveiti
1/4 tsk. matarsódi
1/4 tsk. salt
1/2 tsk. kanill
múskat á hnífsoddi
10 msk. brætt smjör
6 msk. sykur
1/4 bolli púðursykur
1/4 tsk. möndludropar

Fullkomnun.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og takið til hringlaga form, sirka 20 sentímetra stórt. Smyrjið það vel. Blandið þurrefnum vel saman í skál. Blandið síðan smjöri, sykri, púðursykri og möndludropum saman í annarri skál. Blandið smjörblöndunni saman við þurrefnin – hér er gott að hnoða á lokametrunum. Takið helminginn af deiginu og þrýstið í botninn og upp með hliðunum á forminu. Bakið í 12-14 mínútur. Leyfið botninum að kólna í 15-20 mínútur en ekki slökkva á ofninum.

Hráefni – Fylling:

1 bolli hindber
2 msk. Disaronno Amaretto
6 msk. hindberjasulta

Aðferð:

Setjið hindberin í skál og látið þau liggja í Disaronno Amaretto í 20 mínútur. Smyrjið sultunni yfir botninn og stráið síðan hindberjunum yfir en passið að vökvinn af þeim fylgi ekki með. Myljið hinn helminginn af deiginu yfir berin og bakið í 30-32 mínútur.

Dásemdin ein.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“