fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Matur

Opnar sig um ketó mataræðið og aðdáendur eru brjálaðir: „Hættu að ýta undir átraskanir“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 27. apríl 2019 19:35

Vanessa Hudgens.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Vanessa Hudgens hefur talað mikið um að hún sé á ketó mataræðinu og að hún fasti. Ný mynd á Instagram-síðu hennar hefur hins vegar hleypt illu blóði í aðdáendur hennar.

Á myndinni sést Vanessa auglýsa Slim Fast-hnetusmjörsnammi sem hún segir henti ketóliðum vel, þar sem Slim Fast sé sykur- og kolvetnalaust. Aðdáendur hennar eru hins vegar foxillir yfir auglýsingunni og telja hana stuðla að óheilbrigðri sjálfsímynd.

„Vinsamlegast hættu að auglýsa óheilbrigðar aðferðir til að léttast,“ skrifar einn fylgjandi stjörnunnar og annar bætir við: „Ég er örlítið vonsvikin með þig drottning. Þetta er ekki málið.“

Þá eru einhverjir sem telja að kolvetni séu nauðsynleg fyrir líkamann og því óánægðir með auglýsinguna.

„Líkami þinn þarf kolvetni. Líkami þinn þarf sykur. Hættu að ýta undir átraskanir og gefa í skyn að ungar stúlkur þurfi að svelta sig til að vera grannar eins og þú,“ skrifar einn fylgjandi. „Fólk – haldið ykkur frá KETÓ. Bara ekki borða eftir því,“ skrifar annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar