fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Matur

Þetta þýða svipbrigði barna þegar þau borða – Foreldrar lesa þau oft kolvitlaust

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 16:00

Börn segja ýmislegt með andlitinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

53 prósent foreldra ná ekki að lesa úr svipbrigðum barna sinna þegar þau borða samkvæmt nýlegri rannsókn. Matvælafyrirtækið Piccolo, sem framleiðir lífrænan barnamat, hefur því búið til skýringarmyndir til að útskýra hvað svipir ungbarna þýða þegar þau borða. Sagt er frá málinu á vef Mirror.

Fett upp á nef

Þegar að fullorðnir fetta upp á nef sitt þegar þeir borða þýðir það vanalega að þeim líkar ekki maturinn. Meðal barna er það vissulega merki um höfnun en ekki þvert nei, því þau eru til í að smakka aðeins meira til að finna út hvort þeim líkar maturinn eður ei.

Píra augun

Börnin eru einfaldlega að finna út úr nýju bragði og finnst það ekkert sérlega gott. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að leyfa barninu að prófa matinn í nokkur skipti til að sjá hvort maturinn fellur loks í kramið.

Setja í brýnnar

Foreldrar halda oftast að börnunum líki ekki maturinn þegar þau yggla brýnnar. Þessi svipbrigði þýða hins vegar að börnin eru forviða yfir matnum og eru að reyna að finna út úr því hvort þeim finnst bragðið gott eða vont.

Sætt/Salt

Börn eru yfirleitt hæstánægð með að fá eitthvað sætt og salt, líklegast vegna þess að þannig bragðast brjóstamjólkin.

Opinn munnur

Þegar að börnin galopna munninn eftir að hafa smakkað mat þá finnst þeim hann væntanlega beiskur. Ekki draga þær ályktanir að börnunum líki ekki maturinn. Vissulega gætu þau hatað þennan mat en hugsanlega þurfa þau bara að venjast honum.

Súrt

Ekki neyða börn til að borða matinn ef þau kreppa andlitið saman. Maturinn er súr og fullorðnir gera eflaust svipaðan svip þegar þeir bíta í eitthvað súrt, til dæmis sítrónu. Ekki láta deigan síga og prófaðu að gefa barninu matinn aftur ef það vill hann.

Elta matinn

Ef börnin opna munninn og elta matinn þá þýðir það að þeim líkar við það sem þau voru að smakka og vilja meira. Þetta segir sig sjálft.

Hissa

Ef barnið er hissa á svipinn þá er það að reyna að átta sig á bragðinu og er til í að smakka eitthvað nýtt.

Nei, nei, nei

Þetta er annað frekar augljóst merki, en nú um að barnið vilji matinn alls ekki. Ef það dregur sig frá matnum og snýr höfðinu frá honum þá vill það ekki matinn. Þá er líklegast best að prófa einhver önnur matvæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
14.06.2020

New York ostakaka Guðmundar Franklíns

New York ostakaka Guðmundar Franklíns
Matur
14.06.2020

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
07.06.2020

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi

Þetta borðar Edda Hermanns á venjulegum degi
Matur
06.06.2020

Íslendingar óðir í brasilísk ber

Íslendingar óðir í brasilísk ber