fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Matur

Vanessa Hudgens er á ketó og fastar tímabundið: En ekki á sama tíma

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanessa Hudgens er með puttann á púlsinum. Hún fylgir tveimur vinsælustu mataræðunum í dag, ketó og tímabundinni föstu (intermittent fasting). Hins vegar fylgir hún ekki báðum kúrunum á sama tíma. Hún segir frá þessu í viðtali við People.

Vanessa flakkar á milli þess að vera ketó eða fylgja tímabundinni föstu.

Ketó er lágkolvetnamataræði. Tímabundin fasta, eða intermittent fasting eins og það er betur þekkt, er ekki beint mataræði heldur máltíðarmynstur. Vinsælast er 16:8, en þá fastar fólk í 16 klukkutíma og borðar í 8 klukkutíma. Til dæmis fastar manneskja frá 20:00 til 12:00 næsta dag, og borðar frá 12:00-20:00.

Vanessa, 30 ára,  fastar venjulega í átján tíma og borðar í sex tíma. Hún byrjaði að fylgja tímabundinni föstu í október 2018. Hún sagði ástæðuna vera að þetta virkaði svo vel fyrir vin hennar.

„Ég hef mikið verið að fasta tímabundið. Því ég elska pasta, ég elska pítsu og þegar ég borða ekki kolvetni þá líður mér eins og lítill hluti af mér deyr,“ sagði Vanessa við People.

Hún borðar á hverjum degi frá 12:00-18:00 og fastar svo í átján tíma.

„Tímabundin fasta er frábær. Því þegar ég fasta – fyrstu tvær vikurnar eru klárlega mjög erfiðar, ég ætla ekki að ljúga, en eftir það þá er ég meira jarðbundin og kröftugri á æfingum. Ég fæ þau næringarefni sem ég þarf þegar ég borða, en ég borða líka það sem ég vil,“ segir Vanessa.

En að borða í aðeins sex tíma á dag getur verið erfitt. Þess vegna fer Vanessa stundum á ketó til að breyta til.

„Ef þú ert með réttu hráefnin til að halda þér á réttu brautinni þá finnst mér það frábært,“ segir Vanessa um ketó mataræðið.

„Ég er alltaf að passa upp á að ég sé að borða holla fitu, þannig ég borða MJÖG mikið af möndlusmjöri. Þú verður mjög orkurík á ketó.“

Vanessa segir að þó þessi tvö mataræði virki fyrir hana, þá þýðir það ekki endilega að það virki fyrir aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar