Yfirvöld í Zambíu hafa bannað vinsæla orkudrykkinn Power Natural High Energy Drink SX eftir að upp komst að hann inniheldur stinningarlyfið Viagra.
Drykkurinn er ekki aðeins seldur í Zambíu heldur fluttur til annarra Afríkulanda, svo sem Úganda, Malaví og Zimbabwe. Drykkurinn er framleiddur af Revin Zambia, en sagt er frá þessu á vef Guardian.
Upp komst um þetta áhugaverða hráefni þegar að óbreyttur borgari kvartaði við lyfjaeftirlitið í Úganda. Í kjölfar þess að innbyrða drykkinn svitnaði hann stanslaust og var með standpínu sem varði í sex klukkustundir.
Við nánari skoðun fannst efnið Sildenafil Citrate í drykknum, sem gengur einnig undir nafninu Viagra. Sildenafil ætti eingöngu að neyta undir eftirliti læknis og er lyfseðilsskylt lyf.