fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Matur

Stinningarlyf í vinsælum orkudrykk – Neytandi fékk sex tíma standpínu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 13:00

Óhugnalegt mál.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Zambíu hafa bannað vinsæla orkudrykkinn Power Natural High Energy Drink SX eftir að upp komst að hann inniheldur stinningarlyfið Viagra.

Drykkurinn er ekki aðeins seldur í Zambíu heldur fluttur til annarra Afríkulanda, svo sem Úganda, Malaví og Zimbabwe. Drykkurinn er framleiddur af Revin Zambia, en sagt er frá þessu á vef Guardian.

Upp komst um þetta áhugaverða hráefni þegar að óbreyttur borgari kvartaði við lyfjaeftirlitið í Úganda. Í kjölfar þess að innbyrða drykkinn svitnaði hann stanslaust og var með standpínu sem varði í sex klukkustundir.

Við nánari skoðun fannst efnið Sildenafil Citrate í drykknum, sem gengur einnig undir nafninu Viagra. Sildenafil ætti eingöngu að neyta undir eftirliti læknis og er lyfseðilsskylt lyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum