Ofurfyrirsætan og matgæðingurinn Chrissy Teigen varpaði sprengju í samfélag matgæðinga á Twitter í vikunni. Tístið sem skók Twitter mætti segja, og það vatt meira að segja upp á sig. Í tístinu sagðist hún ekki þola kjúklingabringu, sem er yfirleitt talin frekar góður matur.
„Kjúklingabringa er mjög vinsæl í því að vera versti parturinn af kjúklingi,“ tísti ofurfyrirsætan. Þegar þetta er skrifað er búið að endurtísta færslunni tíu þúsund sinnum og hefur hún uppskorið rúmlega níutíu þúsund hjörtu. Athugasemdirnar eru jafnframt orðnar tæplega þrjú þúsund talsins.
chicken breast is extremely popular for being literally the worst part of a chicken
— christine teigen (@chrissyteigen) March 17, 2019
„Ég veit það ekki, ég elska bara safaríkt kjöt og svoleiðis,“ tísti Chrissy sér til varnar þegar að upphafstístið fór misjafnlega ofan í fólk. Þá reyndu margir að sannfæra hana um að hún væri bara að elda kjúklingabringu vitlaust.
I dunno I just like moisture and stuff
— christine teigen (@chrissyteigen) March 17, 2019
anyhow I am making a chicken teriyaki bowl with chicken breast for you weirdos now because I…guess I like you and respect you
— christine teigen (@chrissyteigen) March 17, 2019
update: sorry guys I gotta use thighs I cannot give you food at 50%
— christine teigen (@chrissyteigen) March 18, 2019