Það er fátt sem vekur upp sterkari viðbrögð meðal fólks en matur. Fólk elskar að borða mat, tala um mat, rífast um mat og gleðjast í góðra vina hópi við matarborð.
Á Twitter er yfirleitt nóg að frétta úr matardeildinni í hverri viku og ákváðum við að taka saman okkar uppáhalds matartengdu tíst.
Uppáhalds nammið mitt eru krítar því ég elska menntun.
— lego star wars fan club (@kakobolli) March 14, 2019
Gellur: fá sér Cosmo útaf „sex and the city“.
Gaurar: fá sér Martini útaf „James Bond“
Ég: fæ mér súpu útaf „SoupNazi í Seinfeld“ No Soup for you!
— Gylfi (@GHvannberg) March 14, 2019
Kona í gær á tælenskum stað við Hlemm pantaði þrjá rétti en ruglaði í öllum. Hún breytti um sósu á einum rétti, sleppti blaðlauk í öðrum og vildi sveppi í stað papriku í þeim þriðja. Er ég mjög fordómafull að finnast fólk sem lætur hafa svona fyrir sér hljóta að vera siðblint?
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) March 15, 2019
Best að fá sér bara einn…
Sagði hann og laug. ? pic.twitter.com/X0j0Cq7lrZ— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 11, 2019
Síðastliðinn föstudag voru hamborgarar og franskar í matinn í vinnunni sem ég gat ekki borðað því ég var of södd eftir föstudagskaffið. Eðlilega er ég ennþá að hugsa um þetta því ég er fimm ára og missti af tækifæri til að borða fröllur.
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) March 11, 2019
[Höfuðstöðvar Pink Lady]
Hræðilegt fréttir, stjóri. Heil uppskera af eplum valt úr kössunum og er öll ónýt!
„Enga vitleysu! Við sendum þau til Íslands. Eins og venjulega“— gunnare (@gunnare) March 10, 2019
Engin (góð) lykt ferðast jafn hratt og örugglega um rými eins og lykt af örbylgjupoppi. ??
— Ólöf Hugrún (@olofhugrun) March 11, 2019
Eru ekki fleiri en ég sem vilja fá Bygga aftur? Eða fannst öllum umbúðirnar bragðast betur en innihaldið á sínum tíma? pic.twitter.com/6HmU6zYJdj
— Gisli Berg (@gisliberg) March 11, 2019
Mætti í nafnaveislu í dag, smakkaði rækjusalatið og fann strax að það vantaði Aromat. Þurftum ekkert að óttast, mamma var með stauk í veskinu. Ég er ekki nálægt því að vera að grínast.
— Atli Fannar (@atlifannar) March 10, 2019
Ég sakna súperdósarinnar.
— Davíð Roach (@DavidRoachG) March 11, 2019
Þvílík heppni, það var tilbúið rúnstykki bara með smjöri og osti í Bakarameistaranum áðan. Engin skinka. Þvílík veisla.
„Þetta rúnstykki er ekkert með rúsínum er það?“
„Nei herra minn. Svo er ekki“
„Kærar þakkir, ég ætla að fá eitt stykki“
Fyrsti bitinn : pic.twitter.com/R8K1uBCx4Y
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 11, 2019
Þetta er heróín í nammiformi. pic.twitter.com/NJRvbsuYJd
— Matti Matt (@mattimatt) March 12, 2019