fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Matur

Engin jól án búðingsins frá tengdó: „Ég er strax farinn að hlakka til“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 10:00

Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á mínu æskuheimili í Vogum á Vatnsleysuströnd var alltaf borðaður svínahamborgarhryggur og sú hefð hélst áfram eftir að ég byrjaði að búa með mitt eigið heimili á Selfossi. Ég man ekki eftir því að við höfum haft neinn eftirrétt í Vogunum,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Selfossi, um sínar jólahefðir. Í dag getur hann ekki hugsað sér jól án eftirrétts.

Sjá einnig: Valgeir fékk áfall við matarborðið á aðfangadag: „Er þetta fuglinn sem var á staurnum“.

„Eftir að ég flutti á Selfoss þá hefur skapast sú hefð að kíkja alltaf í heimsókn til tengdaforeldra minna hér á staðnum þegar búið er að lesa jólakortin og opna pakkana. Þar fæ ég alltaf minn uppáhaldsmat um jólin, jólabúðing sem tengdamamma töfrar alltaf fram. Þetta er búðingur með alls konar góðgæti í, oft bláberja- eða jarðarberjabúðingur með rjóma og súkkulaðispæni ofan á.“

Magnús Hlynur segir ekki til nógu sterk orð til að lýsa þessum eftirrétti.

„Ég get ómöglega lýst bragðinu af búðingnum en hann er svo rosalega góður að orð fá því ekki lýst. Ég er strax farinn að hlakka til að fara í Stekkholtið á Selfossi næsta aðfangadagskvöld og fá búðinginn góða. Ég tek það skýrt fram, hann er bara borðaður á jólunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“