fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Matur

Valgeir fékk áfall við matarborðið á aðfangadag: „Er þetta fuglinn sem var á staurnum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 2. desember 2018 10:00

Valgeir Skagfjörð. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn, framhaldsskólakennarinn og markþjálfinn Valgeir Skagfjörð verður ljóðrænn og hugsi þegar hann er spurður út í eftirminnilega jólaminningu tengda mat.

„Gráfiðraður fuglinn hékk á snúrustaurnum í garðinum heima. Hann var bundinn upp á fótunum og langur hálsinn lafði einhvern veginn niður þannig að hausinn slóst utan í snúrustaurinn þegar nóvembervindurinn blés. Ég vorkenndi veslings fuglinum að hanga svona alla daga. Minnti mig á svaninn sem dó í sögunni um Dimmalimm. Ég var ekki viss um af hverju hann hékk þarna, svona steindauður,“ segir Valgeir, en það ætti fljótlega eftir að koma í ljós.

Sjá einnig: Fékk jólasætmeti hjá suðurríkja-séntilmanni: „Ég bölvaði í hljóði“.

„Svo einn daginn í desember var hann horfinn af staurnum. Daginn fyrir Þorláksmessu var sérkennileg lykt í loftinu sem barst frá bílskúrnum þar sem aldrei var geymdur bíll. Það var eitthvað verið að sýsla með logsuðutæki.“

Þegar kom svo að jólamatnum á aðfangadagskvöld brá Valgeiri heldur betur í brún.

„Á aðfangadagskvöld var jólamaturinn borinn fram. Þegar ég sá kjötið á fatinu spurði ég: „Er þetta fuglinn sem var á staurnum?“ Þegar ég fékk staðfestingu á því sat ég hnípinn í sætinu mínu það sem eftir lifði kvölds. Ég borðaði bara desertinn. Kokkteilávexti úr dós með rjóma út á. Sannkallað lostæti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar