fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Matur

Veður skafla og heiðar fyrir sérstakan mat: „Maður grennist ekkert þann dag“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 09:00

Einar Bárðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum höfum tekið uppá því að spyrja þekkta Íslendinga um minningar tengdar jólamatnum. Nú er röðin komin að almannatenglinum Einari Bárðarsyni, sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki nýverið, ef svo má segja.

Sjá einnig: Sigríður Elín eyddi jólunum með gyðingafjölskyldu: „Þetta var furðulegasti aðfangadagsmatur sem ég hef upplifað“.

„Svínakótelettur voru á borðum minnar fjölskyldu allt mitt uppvaxtarskeið og þær eru því jólamaturinn minn. Hann hafði komið bæði frá heimili mömmu og pabba og því voru engin átök þegar þau tóku saman, um hvað væri jólamaturinn,“ segir Einar. Það sama var ekki uppi á teningnum á hans eigin heimili.

„Ég, eins og sönnum eiginmanni sæmir, gaf mínar jólamatarhefðir eftir þegar ég tók saman við mína góðu konu. Það er góður matur, hamborgarhryggur og ekki yfir neinu að kvarta þar. En við bræðurnir vöðum skafla og heiðar með fjölskyldurnar milli jóla og nýárs ef veður leyfir í sveitina til mömmu og pabba til þess að komast í svínakótelettur í raspi með brúnuðum kartöflum, rauðkáli, grænum baunum og jólaöli.“ segir hann og hlær.

„Maður grennist ekkert þann dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“