fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Matur

Doktor Una er með mikilvæg skilaboð til fólks: „Ég labba hreinlega inn í búðir og sé hættur alls staðar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 20:30

Una Emilsdóttir, læknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknirinn Una Emilsdóttir var gestur þáttarins Hugarfars með Helgu Maríu á Hringbraut í vikunni. Í þættinum talaði Una mikið um eiturefni í matvælum og hve skaðsöm þau eru. Sagði hún að margir gerði sér eflaust ekki grein fyrir því hve mikið af eiturefnum þeir væru að innbyrða dags daglega.

„Við erum að innbyrða ótrúlega mikið af eiturefnum, bæði frá matvælum sem við fáum úr náttúrunni, mengaðri náttúru, menguðum sjó og við erum líka að innbyrða eiturefni sem eru manngerð og hafa verið sett í matvælin sem við erum að kaupa. Við erum líka að fá eiturefni inn í líkamann með því að bera á okkur efni, ilmefni, þvo heimilin okkar með sápum, dýfa höndunum ofan í fötur með efnum sem við tökum upp í gegnum húðina. Þannig að við erum bara í stórri hættu alla daga,“ segir Una.

Ekki bara matur – líka leikföng

Hún segist lengi hafa reynt að koma þessum upplýsingum til fólks en að almenningur tengi orðið eiturefni oft við efni sem valda dauða. Þó að eiturefnin sem eru allt um kring valdi kannski ekki skyndilegum dauða, geta þau haft mjög skaðleg áhrif á líkamann til lengri tíma litið.

„Við erum hreinlega að innbyrða efni dags daglega, og fá þau í okkur, sem eru á löngum tíma að valda óæskilegum áhrifum í líkamanum. Ýmsar stofnanir sem eiga að tryggja okkar öryggi hafa oft fundið vörur í búðum sem að eiga alls ekki að vera þar. Eru ekki merktar rétt,“ segir Una og bætir við að þetta eigi ekki aðeins við um eiturefni í matvælum heldur einnig í til dæmis leikföngum.

Varnarkerfið yfirbugað

Una líkir þessari földu eiturefnaneyslu oft við glas sem fyllist smám saman af eiturefnum.

„Þetta fyllist smám saman en við erum með svo ofboðslega magnaðan líkama. Við erum blessunarlega sjálflæknandi og sjálfstillandi fyrirbæri þannig að líkaminn er góður að hreinsa út þessi efni,“ segir Una. Hins vegar komi einhvern tímann að skuldadögum.

„Þetta gerist á ofsahraða og við erum á fullu að reyna að losa okkur við. En á einhverjum tímapunkti þá lýsi ég þessu stundum eins og að glasið verði bara yfirfullt og það fyllist bara af eiturefnum og það flæðir hreinlega upp úr,“ segir læknirinn og bætir við að þá sé varnarkerfi líkamans yfirbugað og langvinnur sjúkdómur gæti náð bólfestu í líkamanum.

Allir vilja halda heilsu til síðasta dags

Una lýsir því síðan hvernig henni líði þegar hún fer í matvöruverslanir.

„Ég labba hreinlega inn í búðir og sé hættur alls staðar,“ segir hún og heldur áfram.

„Fólk er yfirleitt skynsamt. Það vill vita þær upplýsingar – sérstaklega það sem það getur breytt til að halda heilsu. Af því að allir vilja halda heilsu til síðasta dags. Við getum ekki vitað hverju við eigum að bægja frá okkur ef við vitum ekki hvað það er,“ segir hún og hvetur fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það verslar í matinn. Manninum sé eingöngu ætlað að borða náttúrulegan mat, ekki matvæli sem eru stútfull af auka- og sætuefnum svo dæmi séu tekin.

„Í stuttu máli er það þannig að ef við ættum að vera svolítið varkár. Hvetja fólk til að vera tortryggið.“

Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Unu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum