fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Matur

Þessar vörur innihalda pálmaolíu: Varúð – listinn er langur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 12. nóvember 2018 11:30

Pálmaolía er víða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný auglýsing frá matvörukeðjunni Iceland hefur vakið mikla athygli og hörð viðbrögð. Í auglýsingunni, sem hefur verið bönnuð í sjónvarpi, sést lítil stúlka eiga samskipti við apa sem segir henni að framleiðsla pálmaolíu hafi lagt heimkynni hans í rúst og drepið fjölskyldumeðlimi hans. Er þetta liður af átaki Iceland að útrýma pálmaolíu í vörum sem framleiddar eru undir nafninu keðjunnar, en tilkynnt var í apríl á þessu ári að Iceland-vörur myndu ekki innihalda pálmaolíu undir lok ársins 2018.

En hvað er pálmaolía?

Samkvæmt Vísindavefnum er olían unnin úr olíupálma, fljótvöxnum hitabeltispálma sem er upprunninn frá Vestur- og Suðvestur-Afríkur. Einn hektari af olíupálma gefur af sér um 3000 kíló af pálmaolíu og 250 kíló af pálmakjarnaolíu. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist mikið undanfarna áratugi og til þess að anna henni ryðja menn mikið af landi regnskóganna, samkvæmt grein vefsins. Í dag er langmestur hluti pálmaolíu á markaðnum ósjálfbær og valdur að eyðingu regnskóga. Þá er einnig minnst á samtök um sjálfbæra pálmaolíu, Roundtable on Sustainable Palm Oil, en Vísindavefurinn varar við þeim. Segir þau þekkt fyrir að gefa út falskar vottanir og að þau haif brugðist hlutverki sínu.

Í greininni er einnig bent á annað vandamál – að pálmaolía sé oft ekki merkt á umbúðir. Stundum stendur bara jurtaolía og ómögulegt að átta sig á hvaða olíu er átt við. Raunar gengur pálmaolía undir ýmsum nöfnum á umbúðum matvæla samkvæmt síðunni Rainforest Action Network. Sem dæmi geta skammstafanirnar PKO, PHPKO, FP(K)O og OPKO allar merkt pálmaolía. Þá er hún oft kölluð Palmitate, Sodium Laureth Sulphate, Sodium Lauryl Sulphates, Glyceryl Stearate, Stearic Acid og Steareth – 2 eða – 20.

Mikil mettuð fita

Í pálmaolíu er hátt hlutfall mettaðrar fitu og hvetur Alþjóða heilbrigðisstofnunin fólk til að lágmarka neyslu á olíunni. Ein matskeið af olíunni inniheldur 114 kaloríur og 14 grömm af fitu, og af þeim eru 7 grömm af mettaðri fitu. Hins vegar finnst pálmaolía í ofboðslega mörgum neysluvörum, til dæmis sápu, súkkulaði, ís, brauði, kökum, smjörlíki, skyndinúðlum, snakki og tannkremi.

Hér fyrir neðan er listi yfir vörur sem innihalda pálmaolíu en listinn er alls ekki tæmandi. Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.

Hnetusmjör og viðbit

Skippy‘s-hnetusmjör, Philadelphia-rjómaostur, Kraft-hnetusmjör.

Pizza Hut, Hut, Hut.

Skyndibiti

Pizza Hut, Starbucks, Dunkin’ Donuts, Taco Bell. Þá er pálmaolía einnig notuð á einhverjum asískum matsölustöðum.

Morgunkorn

Fruit Loops.

Sultana Bran, Just Right, Nutri-Grain, Special K, Kornfleks, Fruit Loops.

Drykkir

Fanta, Pepsi, Mountain Dew, 7Up, kók, Schweppes.

Snakk

Cheetos, Kettle Chips, Pringles, Walkers, Lays.

Súkkulaði

Milky Way, Quality Street, Nestle, Reeses, Kit Kat, Hersheys, Mars, Maltesers, Twix, M&M, Bounty, Smarties, Toblerone, Milka.

Snyrtivörur

Quality Street.

Rimmel, Revlon, Bobbi Brown, Clarins, Max Factor, M.A.C, Chanel, L‘Oreal, Maybelline, YSL, Estee Lauder, Urban Decay, NYX.

Húðvörur

Olay, Dove, St.Ives, Garnier, Nivea, Clinique, Biore.

Tannkrem

Oral B, Colgate, Sensodyne.

Sápur

Dove, LUX, Nivea, Lynx, Old Spice, Palmolive.

Maybe it’s Maybelline.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar