fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Matur

7 algeng mistök sem fólk gerir með kvöldmatinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 5. nóvember 2018 11:00

Góð ráð hér á ferð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur beinlínis verið kvíðavaldandi að undirbúa kvöldmatinn og oft hefur maður ekki hugmynd um hvað maður á að bjóða heimilisfólkinu uppá. Því fylgir að maður velur oft eitthvað sem manni líður ekkert sérstaklega vel af, eldar alltof mikið eða þar fram eftir götunum. Hér eru nokkur algeng mistök sem fólk gerir með kvöldmatinn en lausnir við þessum vandamálum eru einfaldar og gætu sparað þér smá hausverk.

1. Að bíða með að skipuleggja matinn fram á síðustu stundu

Það getur verið erfitt að ákveða hollan og góðan mat til að elda í lok dags þegar maður er uppgefinn eftir skóla eða vinnu. Þá fallast mörgum hendur við að skipuleggja heila viku í einu. Því er þjóðráð að skipuleggja bara nokkra daga, jafnvel bara einn, fram í tímann. Þá áttar maður sig betur á hvort hægt er að elda eitthvað fram í tímann og geyma í ísskáp til að auðvelda eldamennskuna eftir langan vinnudag. Þannig að sestu niður þegar þú átt tíu mínútur lausar, til dæmis í hádegishlénu eða þegar að börnin eru komin í rúmið, og skipulegðu aðeins fram í tímann.

2. Risastórir eftirréttir

Það getur komið niður á svefninum ef þú borða mikinn sykur seint á kvöldin. Þá rís blóðsykurinn hratt upp og fellur síðan yfir nóttina sem þýðir að þú nærð ekki djúpsvefn. Betra er að fá sér minni eftirrétti, ef þú ert mikil eftirréttamanneskja. Til dæmis nokkra bita af dökku súkkulaði eða þeyttan rjóma og ber.

3. Að hafa kvöldmatinn stærstu máltíð dagsins

Ýmsar rannsóknir hafa sýnt að það er ekki gott, sérstaklega fyrir konur, að kvöldmatur sé stærsta máltíð dagsins. Ef maður borðar lítið yfir daginn þá eru einnig líkur á því að maður oféti á kvöldin. Því er tilvalið að fá sér stóran og hitaeiningaríkan hádegisverð og minnka frekar kvöldverðinn, jafnvel fá sér bara eitthvað létt. Ef maður fær sér eitthvað létt, eins og til dæmis bara samloku og jógúrt, getur það orðið leikur einn að skipuleggja kvöldmatinn.

4. Of mikil áfengisdrykkja

Manni finnst eins og maður sofi betur ef maður fær sér einn drykk eða tvo með matnum en í raun truflar áfengisneysla á kvöldin svefninn. Það er því betra að spara drykkina og fá sér bara endrum og eins.

5. Drekka koffíndrykki með matnum

Koffín örvar miðtaugakerfið og drekur úr þreytu. Þá hindrar það einnig virkni adenósíns, efnis sem kemur reglu á svefnhringinn. Best er að sleppa koffíndrykkjum með mat og skipta þeim jafnvel út fyrir te.

6. Borða kvöldmat fyrir framan sjónvarp eða tölvu

Í þessum tilvikum dettur maður oft í þá gryfju að borða án þess að hugsa. Ef maður beinir ekki athygli sinni að matnum sem maður er að gæða sér á þá eru líkur á að maður finni ekki fyrir sömu seddu og ef maður borðar við borð, jafnvel umkringdur góðu fólki. Ef maður borðar fyrir framan sjónvarp eða tölvu getur maður líka borðað alltof mikið, sem er ekki gott seint á kvöldin. Það er þjóðráð að sleppa þessu og meira að segja banna öll snjalltæki við matarborðið.

7. Kvöldmatur of nálægt háttatíma

Kvöldmatur seint að kvöldi, jafnvel rétt fyrir háttatíma, getur haft slæm áhrif á blóðsykurinn sem líkaminn á erfitt með, því þú átt í raun að vera sofandi. Þetta getur leitt af sér efnaskiptatruflanir og fituaukningu með tímanum. Þá getur þetta einnig leitt til bakflæðis, sem er ekki þægilegt. Best er að borða síðustu máltíð dagsins þremur tímum fyrir háttatíma. Með því að plana kvöldmatinn er þetta leikur einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.01.2025

Draumabitar Láru

Draumabitar Láru
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum