fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Kynning

Ný og glæsileg uppskera af íslensku grænmeti!

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 16. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvörubúðirnar eru heldur betur orðnar litríkar enda er íslenska haustuppskeran komin í rekkana og bíður þess að fá að leika stjörnuhlutverk í girnilegri matargerð frá öllum heimshornum. „Bændurnir okkar standa vaktina nótt sem nýtan dag við að taka upp kynstrin öll af blómkáli, spergilkáli, rófum, gulrótum og fleiru og skortir eflaust einhverja svefn.

Garðyrkjubændurnir hafa margir hverjir verið að gera tilraunir með ný yrki fyrir sprotaspergilkál, blómkál í bæði gulum og fjólubláum lit sem og fjólublátt kínakál. Sumt af þessu hefur fengist áður í búðunum en sumt er algerlega nýtt af nálinni. Þetta virðist koma ágætlega undan íslensku sumri og eru bændur bjartsýnir á að geta boðið upp á fleiri nýjungar á næsta ári. Tíðin hefur líka verið góð í sumar, mikil sól og veður mild. En það hefur rignt heldur lítið sem hefur valdið örlítilli seinkun á útiræktinni,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir markaðsstjóri.

Ný uppskera á ferskum íslenskum gulrótum

„Stór og góð uppskera af nýjum og ferskum gulrótum hefur ratað í búðirnar og því ekki til setunnar boðið að benda á vef Íslenskra garðyrkjubænda, islenskt.is þar sem finna má ógrynnin öll af girnilegum uppskriftum þar sem íslenskt grænmeti er í hávegum haft.

Ef ýtt er á flipann „eftir tegund“ má velja uppskriftir út frá ákveðinni grænmetistegund. Þá eru t.d. 23 girnilegar uppskriftir að finna á síðunni þar sem gulrótin er í forgrunni og því tilvalið að skella sér í næstu búð og næla sér í poka af nýjum og ferskum íslenskum gulrótum.“

 

 

 

 

 

 

Það gerist varla ferskara

Íslenskt grænmeti er eins ferskt og hægt er að ímynda sér. Bragðgæði þess koma til vegna þess að það fær að þroskast á viðeigandi hraða uns það er tilbúið til átu. Og ástæðan fyrir því hvað íslensku tómatarnir eru ótrúlega bragðgóðir og sætir er sú að tómatarnir fá að fullþroskast á plöntunni. Kalda íslenska loftslagið gerir það svo að verkum að útigrænmetið vex hægar en á heitari svæðum og því græðum við á því að það tekur í sig meira bragð og næringargildi.

Flutningsleið frá garðyrkjubónda til kaupanda er alla jafna stutt og því líður oft ekki nema einn dagur frá því varan er tínd og þar til hún er komin í búðirnar. Því er íslenskt grænmeti með því ferskasta sem hægt er að fá.

Íslenskt grænmeti: Kolefnisjafnað frá bónda til þín!

Það eru ótal ástæður fyrir því að Íslendingar ættu að velja íslenskt grænmeti. Fyrir utan það hvað það er ótrúlega ferskt, hollt og bragðgott þá er það einnig gott fyrir umhverfið. Nú er allur flutningur á grænmeti, frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir, kolefnisjafnaður að fullu, sem þýðir að íslenskur grænmetisiðnaður er orðinn enn umhverfisvænni en áður.

Þú færð ferskt íslenskt grænmeti úti í næstu matvörubúð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Átta ný innanlandssmit
Kynning
27.05.2020

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð

Spring Copenhagen: Fallegar vörur innblásnar af skandinavískri hefð
Kynning
27.05.2020

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið

Svissnesk gæðagrill fyrir íslenska sumarið
Kynning
21.05.2020

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu

Spriklandi ferskur fiskur úr Djúpinu
Kynning
20.05.2020

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist

Skapaðu þitt eigið listaverk með Föndurlist
Kynning
09.04.2020

Núna er tíminn fyrir Skanva!

Núna er tíminn fyrir Skanva!
Kynning
09.04.2020

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?

Sorptunnuhreinsun: Þarftu á sorpklefaþrifum að halda?
Kynning
20.03.2020

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum

Ekki láta þér leiðast heima: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum
Kynning
20.03.2020

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup

Sterkara ónæmiskerfi með hollum og næringarríkum, heimsendum mat frá Preppup