fbpx
Mánudagur 23.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Kynning

Óþekktarangar í axarkasti – Fullkomin blanda af keppnis- og fíflaskapi

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Föstudaginn 5. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Kolbrún Magnúsdóttir og Elvar Ólafsson, mágur hennar, stofnuðu Berserki Axarkast í maí 2018. Helga kynntist íþróttinni fyrst þegar hún var í Nýja Sjálandi og Elvar í Kanada.

Helga Kolbrún Magnúsdóttir. Mynd: Eyþór Árnason

„Við féllum bæði fyrir íþróttinni og fannst axarkast smellpassa í afþreyingarflóruna á Íslandi, ekki síst vegna tengingar við víkingana. Þetta er alveg fullkomin blanda af keppnis- og fíflaskap og svo er þetta frábær leið til þess að fá útrás. Það sem gerir þetta svo enn skemmtilegra er að manni finnst eins og maður sé að gera eitthvað sem maður má ekki, eins og maður sé pínu óþekkur. Því er engin furða að axarkast sé vinsælt hjá steggja- og gæsahópum,“ segir Helga.

Tæknin skiptir máli

Það geta allir kastað exi, sérstaklega ef fólk getur lyft exinni hátt yfir höfuð. Ákveðin tækni er á bak við gott kast og það geta allir lært hana. „Við höfum fengið fólk á nær öllum aldri til okkar, unglinga og eldri borgara, og í lok hvers tíma eru langflestir farnir að kasta exinni svo hún festist í skotmarkinu. Þetta er ekki spurning um að kasta fast, heldur þarf að miða við stöðu, hvernig haldið er á exinni og hvar maður stendur.

Mynd: Eyþór Árnason

Þetta þarf allt að passa svo að axarblaðið lendi í skotmarkinu en ekki skaftið. Eftir kennslu og létta keppni prófum við ýmis skemmtileg brelluskot. Þá köstum við þeim t.d. öfugt eða tveimur í einu, en þá þarf eiginlega að gefa frá sér djúpt kraftakarlahljóð,“ segir Helga og hlær.

Taktu þátt í Íslandsmeistaramótinu í axarkasti

Axirnar sem Berserkir nota eru staðlaðar keppnisaxir í samsvarandi lengd og þyngd og löglegar keppnisaxir hjá NATF (National Axe Throwing Federation). Þær koma í tveimur stærðum, þ.e. hefðbundin keppnisexi og önnur stærri sem er notuð í bráðabana. Axarkast er vinsæl íþrótt sem er stunduð út um allan heim. Haldin eru ýmiskonar mót í keppnisgreininni og meðal annars heimsmeistaramót. „Ákveðinn kjarni hér heima æfir reglulega og mætti á Berserkjamótin sem við héldum í febrúar og maí. Við höldum Íslandsmeistaramót í haust og stefnum á að stækka íþróttina og stofna íþróttafélag utan ÍSÍ til að senda lið á keppnismót erlendis. Öllum er frjálst að mæta á Íslandsmeistaramótið, líka byrjendum. Við förum þá í gegnum tæknina áður en fólk kastar á mótinu.“

Axir og áfengi er ekki góður kokteill

Á sumrin eru gæsa- og steggjahópar helsti kúnnahópurinn. Á haustin og veturna koma fyrirtækin svo með starfsmenn í samhristinga. „Við mælumst alltaf til þess ef um er að ræða ferðir þar sem áfengi verður haft um hönd, að fólk byrji hjá okkur áður en fyrsti bjórinn er tekinn upp. Axir og áfengi fara ekki saman, hvað sem segir í Íslendingasögunum. Aldurstakmarkið er tæknilega séð 16 ára, en ef um er að ræða börn á aldrinum 12-16 í fylgd fjölskyldu fá þau auðvitað að vera með. Yngstu börnin geta fengið plast- og gúmmíaxir til þess að leika sér að. Aldurstakmarkið er mest til þess að koma í veg fyrir að fylgdarlaus ungmenni séu að mæta hingað. Við tökum á móti allt að 24 manns sem við skiptum niður á brautirnar okkar tvær. Þetta er vinsælt hjá fjölskylduhópum en hingað koma líka pör á rómantísku stefnumóti. Enn sem komið er hafa gæsahóparnir ekki verið jafnmargir og steggjahóparnir, og ég hvet gæsirnar að koma hingað. Þær þurfa alveg jafnmikla útrás og karlarnir. Þetta er fyrir alla!“

Axarkast í guðsgrænni náttúrunni

Axarkastið er til húsa í Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði en axarkast má stunda nánast hvar sem er á bersvæði. „Við erum með utanhússskotmörk sem við getum sett upp allstaðar þar sem er ekki þéttbýli, en við þurfum þó að sjálfsögðu leyfi frá landeiganda.“

Mynd: Eyþór Árnason

Sími: 546-0456

Nánari upplýsingar á berserkir-axarkast.is

Facebook: Berserkir axarkast

Instagram: Berserkir axarkast

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 4 dögum

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins

Frumsýning á afmælisútgáfunum Citroën C3 Aircross Orgins og Citroën C4 Cactus Orgins
Kynning
Fyrir 5 dögum

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)

Frumsýnt í Kassanum 19. september: Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur)
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla

Bílageirinn: Alhliða þjónustuverkstæði fyrir bíla
Kynning
Fyrir 1 viku

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður

Betra Grip: Frábær dekk fyrir íslenskar aðstæður
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á

Bílalökkun Kópsson ehf: Gott orðspor er besta auglýsing sem völ er á
Kynning
Fyrir 1 viku

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu

Bílaréttingar Sævars: Gamalgróið fyrirtæki sem býr að áratuga reynslu
Kynning
Fyrir 1 viku

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali

Jeppasmiðjan Ljónsstöðum: Þjónusta og varahlutir í miklu úrvali
Kynning
Fyrir 1 viku

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!

GLÆNÝR MAZDA CX-30 FRUMSÝNDUR LAUGARDAGINN 14.SEPTEMBER!