fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Kynning

Smartfix snjalltækjaþjónusta: Góð þjónusta og sanngjarnt verð

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 14:30

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Smartfix ehf. opnaði í Bolholti 4 í Reykjavík þann 1. desember 2018. Þar sameinuðust tvö fyrirtæki með margra ára reynslu í snjalltækjaviðgerðum, Isíminn og Unlock. „Við hjá Smartfix reynum að hafa gott og jákvætt andrúmsloft í búðinni okkar þannig að öllum líði vel sem til okkar leita. Þá leggjum okkur fram um að veita góða þjónustu á sanngjörnu verði þannig að viðskiptavinir okkar sjái hag sinn í að koma aftur til okkar. Einfaldar viðgerðir svosem skjáskipti og rafhlöðuskipti reynum við ávallt að klára innan dagsins eða næsta dag,“ segir Bergljót Kristinsdóttir hjá Smartfix.

Mynd: Eyþór Árnason

Gera við allar gerðir síma

„Flóra GSM snjallsíma fer stækkandi og ný merki eru að ryðja sér til rúms t.d. Google Pixel, Mii, Huawei, Nokia og Meizu og þeir þurfa þjónustu eins og aðrar tegundir. Okkar sérstaða byggir á því að við gerum við allar tegundir GSM síma, spjaldtölva og appletölva og -tækja. Ef við eigum ekki varahluti á lager þá verðum við okkur úti um þá með hraði.“ Smartfix selur einnig helstu íhluti fyrir flesta síma s.s. hulstur, filmur og hleðslutæki og hleðslusnúrur.

Ekki gleyma ábyrgðinni

Stærstu einstöku viðgerðartegundirnar í snjallsíma eru skjáskipti og rafhlöðuskipti. „Við hvetjum alla til að hugsa um kolefnissporið sitt og fá sér nýja rafhlöðu í stað þess að kaupa bara nýjan síma. Rafhlöðuskipti kosta yfirleitt +/- 10.000 kr. og því nýrri sem síminn er, því dýrari eru íhlutirnir. Það á líka við um skjái sem geta kostað allt að helmingsverði símans. Því mælum við með varnarfilmu á 1.990 kr. sem getur bjargað miklum verðmætum. Við bjóðum upp á tvenns konar skjái á iphone síma, ekta skjái (OM) og frá þriðja aðila sem eru töluvert ódýrari. Öll verð fyrir iphone og Samsung má sjá á vefsíðu okkar www.smartfix.is. Einnig kaupum við notaða síma og gerum upp og seljum þeim sem vilja ódýrari síma eða velja umhverfisvænni kost.“

Oft hægt að bjarga gögnum úr ónýtum símum

Snjallsímarnir í dag eru orðnir svo fullkomnir og fjölhæfir að þeir eru farnir að leysa af hólmi hefðbundnar myndavélar og önnur tæki og tól. Því safnast upp gífurlega fjölbreytt magn af upplýsingum og gögnum inni á símunum sem mörgum þætti miður að tapa. Það getur líka orðið dýrkeypt ef ekki eru tekin afrit af símagögnunum reglulega, sérstaklega ef síminn verður fyrir miklu hnjaski. „Við fáum mikið af beiðnum um gagnabjörgun úr tækjum sem eru mjög illa farin og höfum náð að hjálpa ansi mörgum sem töldu allt tapað. Jafnvel gögnum úr ónýtum símum er hægt að bjarga.“

Mynd: Eyþór Árnason

Smartfix og Frisbígolfbúðin

Þess má svo geta að lokum að Smartfix er endursöluaðili fyrir Frisbígolfbúðina. „Við seljum allt sem viðkemur frisbígolfíþróttinni og veitum ráðgjöf um val á diskum,“ segir Bergljót.

Mynd: Eyþór Árnason

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni smartfix.is

Bolholti 4, Reykjavík.

Sími: 534-1400

Netfang: info@smartfix.is

Fylgstu með á Facebook: Smartfix ehf

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Kynning
Fyrir 1 viku

Madenta: Tannheilsuferðir sem fá þig til þess að brosa allan hringinn

Madenta: Tannheilsuferðir sem fá þig til þess að brosa allan hringinn
Kynning
Fyrir 1 viku

EuroMiladent: „Sparaði tvær og hálfa milljón í tannlæknakostnað“

EuroMiladent: „Sparaði tvær og hálfa milljón í tannlæknakostnað“
Kynning
Fyrir 2 vikum

Alþjóðlegt orgelsumar: „Spilaði á orgelið með hæl og tá“

Alþjóðlegt orgelsumar: „Spilaði á orgelið með hæl og tá“
Kynning
Fyrir 2 vikum

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla

ET Verslun: Vinnuljós og öll ljós á bíla
Bleikt
Fyrir 3 vikum

Synti að átta metra anakondu: Sjáðu myndirnar!

Synti að átta metra anakondu: Sjáðu myndirnar!
Kynning
Fyrir 3 vikum

EDA Meindýravarnir: Náttúruunnandi sem eyðir óværu??

EDA Meindýravarnir: Náttúruunnandi sem eyðir óværu??
Kynning
Fyrir 4 vikum

Stefnumót við Múlatorg á laugardaginn: Býttaðu pottaplöntum og upplifðu ekta evrópska götumarkaðsstemningu

Stefnumót við Múlatorg á laugardaginn: Býttaðu pottaplöntum og upplifðu ekta evrópska götumarkaðsstemningu
Kynning
Fyrir 4 vikum

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða

Arctic Barley: Ný og poppuð íslensk heilsufæða